Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum haustið 2013

Búið er að taka niðurstöðurnar úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2013 saman fyrir allt landið. Niðurstöðurnar eru í sérstöku skjali hér neðst. Líkt og sjá má í yfirlitstöflu aftast í skjalinu eru lömbin heldur léttari í ár en undanfarin ár og líklegt að það sýni sig í landsmeðaltali þegar bændur fara að skila inn haustskýrslu. Þó er vænleiki lamba breytilegur milli landssvæða þetta haustið. Á mörgum stöðum koma lömb vænni af fjalli en undanfarin ár, annars staðar er vænleiki talsvert lakari en undanfarin ár.

Skoðun hrútlamba 2013 

/eib