Fjárvís.is - hjálparkorn

Innlestur sláturupplýsinga.
Þeir bændur sem eru þátttakendur í skýrsluhaldinu í sauðfjárrækt og færa skýrslurnar sínar rafrænt, fá sláturgögnin sín send yfir í Fjárvís frá sláturhúsunum.  Þetta vita flestir notendur en alls ekki allir.  Til að nýta sér þessa flýtileið við móttöku sláturgagna, þá er farið á forsíðuna á Fjárvís, smellt á „Staðfesta sláturgögn“ og velja „Lesa inn í gagnagrunn“  Athugið að lesa þarf inn hverja sláturdagsetningu fyrir sig bæði á dilkum og fullorðnu fé (SD og SF aftan við dagsetningar).  Til að skoða gögnin eftir innlesturinn er farið í „Sláturyfirlit“ þar sem kalla má fram lista yfir alla gripi á því ári sem beðið er um.  Eins minnum við notendur á að kíkja á „Skýrslur“ og velja þar „Kjötmatsyfirlit“ og fá upp töflu yfir árangur feðra sláturlamba.  Þessar upplýsingar er gott að skoða á milli slátrana að hausti og hafa til hliðsjónar við val á líflömbum þegar taka á tillit til feðra lambanna sem við og dóma á lífgripum.

Dómaskráning.
Margir notendur hafa lent í vandræðum við að skrá inn dóma á lömbum þetta haustið.  Rauðir rammar birtast í kringum þá reiti sem innihalda tölur með kommu í sbr. einkunn fyrir læri,  fitu, lögun og þess háttar.  Fjárvís styður Internet Explorer vafrann og til að krækja hjá þessu vandamáli er lausnin einföld.  Verið í Fjárvísi (í gegnum Internet Explorer). Styðjið á F12.  Þá opnast gluggi og efst í þeim glugga, á gráu línunni má finna textann „Browser mode: IE10“  Smellið með músinni á textann, þá opnast annar gluggi og veljið þar „Internet Explorer 9“. Lokið glugganum og málið á að vera úr sögunni. 

/AGG