Fréttir

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 11. desember 2015 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 6.500,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 7. gr. búnaðarlagasamnings dags. 28. september 2012 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 576 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.196,0 árskúa á þessum 90% búanna, var 5.870 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja fjögur naut fædd 2009 í notkun sem reynd naut. Þetta eru þeir Ferill 09070 frá Botni í Súgandafirði, f. Lykill 02003 og mf. Stígur 97010, Þytur 09078 frá Eystra-Hrauni í Landbroti, f. Glæðir 02001 og mf. Jaxl 04027, Dráttur 09081 frá Torfum í Eyjafirði, f. Flói 02029 og mf. Stígur 97010 og Brúnó 09088 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Flói 02029 og mf. Seifur 95001. Sæði úr Ferli og Þyt er nú þegar farið til dreifingar frá Nautastöðinni og sæði úr Drætti og Brúnó mun fara til drefingar við næstu útsendingu á sæði frá stöðinni. Sæði úr þessum nautum mun því berast í kúta frjótækna á allra næstu dögum og vikum.
Lesa meira

Heimsókn frá Maine háskóla í Bandaríkjunum

Síðustu daga hafa verið í heimsókn hér á landi dýralæknir og ráðnautur sem starfa við háskólann í Maine í Bandaríkjunum – skólinn er á austurströndinni um 400 km norðan við Boston.
Lesa meira

RML auglýsir eftir ráðunaut í Austur-Skaftafellssýslu

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur: Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna æskileg.
Lesa meira

Rafrænn innlestur í mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum

Kúabændur með Lely-mjaltaþjóna geta nú lesið nyt kúnna inn í Huppu með rafrænum hætti og innsláttur þessara upplýsinga ætti því að heyra sögunni til hjá þeim. Við biðjum menn að lesa þær leiðbeiningar sem hafa verið útbúnar vel og vandlega áður en hafist er handa en til þess að ekki komi upp vandamál þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Með þessu móti er ekki aðeins að vinna manna við vinnu vegna innsláttar minnki heldur á áreiðanleiki mælinganna að verða enn meiri auk þess sem við getum nú safnað mjólkurflæðimælingum kúnna. Þær mælingar munu þegar fram í sækir styrkja grunn okkar í mati á mjöltum verulega.
Lesa meira