11.12.2015
Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja fjögur naut fædd 2009 í notkun sem reynd naut. Þetta eru þeir Ferill 09070 frá Botni í Súgandafirði, f. Lykill 02003 og mf. Stígur 97010, Þytur 09078 frá Eystra-Hrauni í Landbroti, f. Glæðir 02001 og mf. Jaxl 04027, Dráttur 09081 frá Torfum í Eyjafirði, f. Flói 02029 og mf. Stígur 97010 og Brúnó 09088 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Flói 02029 og mf. Seifur 95001.
Sæði úr Ferli og Þyt er nú þegar farið til dreifingar frá Nautastöðinni og sæði úr Drætti og Brúnó mun fara til drefingar við næstu útsendingu á sæði frá stöðinni. Sæði úr þessum nautum mun því berast í kúta frjótækna á allra næstu dögum og vikum.
Lesa meira