Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ verður áfram formaður nýrrar stjórnar en nýir aðalmenn í stjórn eru:

  • Guðríður Helgadóttir, Forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskólans frá stofnun skólans.
  • Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, bóndi í Víðidalstungu í V-Húnavatnssýslu og gæðastjóri Sláturhúss KVH á Hvammstanga.
  • Sigríður Jóhannesdóttir, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, starfar einnig sem rekstrarstjóri á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn.
  • Einar Freyr Elínarson, bóndi á Loðmundarstöðum í Mýrdal. Einnig formaður Samtaka ungra bænda og Félags sauðfjárbænda í Vestur Skaftafellssýslu.

Varamenn í stjórn:
1. varamaður: Guðný Helga Björnsdóttir, varaformaður BÍ
2. varamaður: Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn RML, Sigurð Eyþórsson, Einar Frey Elínarson, Guðríði Helgadóttur, Hallfríði Ósk Ólafsdóttur og Sigríði Jóhannesdóttur. 

/okg