Fréttir

Námskeið í Jörð.is

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12 og fer kennslan fram í tölvustofum þar sem því er viðkomið annars mæta þátttakendur með eigin fartölvur og fá aðgang að þráðlausu neti.
Lesa meira

Fjárvís námskeið á Hvanneyri og Selfossi falla niður

Fyrirhugað var að halda Fjárvís námskeið á Hvanneyri þann 22. mars nk. og á Selfossi þann 29. mars nk. en þar sem næg þátttaka fékkst ekki þá falla þau niður.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds 2015

Upplýsingar um niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2015 eru núna aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslum og Múlasýslum athugið

Við minnum á námskeiðið „Vorið“ þar sem fjallað er um fóðrun sauðfjár á vormánuðum, skipulag fóðuröflunar, mat á fóðurgæðum og margt fleira.
Lesa meira

Fjögur námskeið í Fjárvís

Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 22. mars á Hvanneyri í Vaði, Ásgarði - Lbhí. 29. mars á Selfossi, í fundarsal skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1. 30. mars á Hvolsvelli í Hvolsskóla. 31. mars á Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarskóla.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 11:00 þ. 11. mars, höfðu skýrslur borist frá 95% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.557,5 árskúa á þessum 95% búanna, var 5.970 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Námskeið í fóðrun, umhirðu og aðbúnaði reiðhrossa

Fjallað verður um undirstöðu góðrar fóðrunar s.s. að þekkja fóðurþarfir, fóðurtegundir og hvernig á að meta holdafar hrossa. Þá verður farið yfir aðbúnað og daglega umhirðu. Að lokum verður stutt kynning á gagnagrunninum WorldFeng og skýrsluhaldi honum tengdu.
Lesa meira

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

DNA-stroksýnataka í Skagafirði

Steinunn Anna Halldórsdóttir, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í Skagafirði, þriðjudaginn 15. mars næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Steinunni (S: 865-0945/sah@rml.is).
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, laugardaginn 12. mars næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322 / petur@rml.is).
Lesa meira