Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 576 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.196,0 árskúa á þessum 90% búanna, var 5.870 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að setja fjögur naut fædd 2009 í notkun sem reynd naut. Þetta eru þeir Ferill 09070 frá Botni í Súgandafirði, f. Lykill 02003 og mf. Stígur 97010, Þytur 09078 frá Eystra-Hrauni í Landbroti, f. Glæðir 02001 og mf. Jaxl 04027, Dráttur 09081 frá Torfum í Eyjafirði, f. Flói 02029 og mf. Stígur 97010 og Brúnó 09088 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Flói 02029 og mf. Seifur 95001. Sæði úr Ferli og Þyt er nú þegar farið til dreifingar frá Nautastöðinni og sæði úr Drætti og Brúnó mun fara til drefingar við næstu útsendingu á sæði frá stöðinni. Sæði úr þessum nautum mun því berast í kúta frjótækna á allra næstu dögum og vikum.
Lesa meira

Heimsókn frá Maine háskóla í Bandaríkjunum

Síðustu daga hafa verið í heimsókn hér á landi dýralæknir og ráðnautur sem starfa við háskólann í Maine í Bandaríkjunum – skólinn er á austurströndinni um 400 km norðan við Boston.
Lesa meira

RML auglýsir eftir ráðunaut í Austur-Skaftafellssýslu

Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur: Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambærilegri menntun. Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna æskileg.
Lesa meira

Rafrænn innlestur í mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum

Kúabændur með Lely-mjaltaþjóna geta nú lesið nyt kúnna inn í Huppu með rafrænum hætti og innsláttur þessara upplýsinga ætti því að heyra sögunni til hjá þeim. Við biðjum menn að lesa þær leiðbeiningar sem hafa verið útbúnar vel og vandlega áður en hafist er handa en til þess að ekki komi upp vandamál þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt. Með þessu móti er ekki aðeins að vinna manna við vinnu vegna innsláttar minnki heldur á áreiðanleiki mælinganna að verða enn meiri auk þess sem við getum nú safnað mjólkurflæðimælingum kúnna. Þær mælingar munu þegar fram í sækir styrkja grunn okkar í mati á mjöltum verulega.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin á Austurlandi

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12:00 daginn fyrir sæðingu.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin fyrir Skagfirðinga

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir Skagafjörð hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið.
Lesa meira

Niðurstöður heysýna

Teknar hafa verið saman niðurstöður 779 heysýna sem hafa borist af öllu landinu nú í haust. Helstu niðurstöður eru í meðfylgjandi töflu. Efsta línan í töflunni sýnir meðaltal allra sýnanna en þar fyrir neðan hafa þau verið flokkuð niður eftir landsvæðum.
Lesa meira

Finnskur garðyrkjuráðunautur í heimsókn - Hópferð að Hveravöllum

Sune Gullans garðyrkjuráðunautur frá Finnlandi var hér í reglubundinni heimsókn í nóvemberbyrjun. Sunnlenskir garðyrkjubændur og Helgi garðyrkjuráðunautur slógust í för með honum að Hveravöllum í Reykjahverfi.
Lesa meira

Hrútafundir - Vopnafjarðarfundurinn fellur niður

Breyting hefur verið gerð á dagskrá hrútafundanna sem auglýstir voru hér á vefnum í morgun. Í ljósi þess að BÍ boðar bændur á Austurlandi til fundar kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóv. var ákveðið að fella niður fyrirhugaðan „hrútafund“ á Síreksstöðum í Vopnafirði sem átti að vera á sama tíma.
Lesa meira