Fréttir

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf. Fram að áramótum verður Gunnar með starfsaðstöðu á Blönduósi og í 50% starfshlutfalli. Eftir áramót verður hann með starfsaðstðu á Selfossi og í 100% starfi þar.
Lesa meira

Starfsmenn RML aðstoða við skil á forðagæsluskýrslum

Eins og fram kemur á heimasíðu MAST verður hægt að leita til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar með skil á forðagæsluskýrslum líkt og í fyrra. Hægt er að hringja í skiptiborð RML 5165000 og fá samband við starfsmann sem tekur við upplýsingum á skýrsluna, gengur frá henni og skilar. Einnig er hægt að koma við á flestum starfsstöðvum.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Nú á haustmánuðum munum við taka upp rafrænar sendingar á reikningum. Þetta verður gert til reynslu með reikninga fyrir lambadóma. Reikningarnir munu birtast í heimabanka viðskiptavinar en einnig undir rafrænum skjölum í heimabanka viðkomandi. Þá munum við einnig senda afrit í tölvupósti. Með því að senda reikningana rafrænt spörum við umtalsverðar fjárhæðir í póstsendingu auk þess sem það er mun umhverfisvænna. Verði reynslan af þessu góð þá stefnum við að því að senda sem flesta reikninga með þessum hætti frá og með 1. janúar 2016.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í september sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 12. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.682,5 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.808 kg
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd árið 2014

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr hópnum, sem fæddist 2014, á vef nautaskrárinnar, nautaskra.net. Sæði úr þessum nautum mun koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Sökkul 14023 frá Sökku í Svarfaðardal undan Víðkunni 06034 og Glætu 840 dóttur Flóa 02029, Alex 14024 frá Haga 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi undan Legi 07047 og Huppu 153 dóttur Fonts 98027, Hnykk 14029 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Legi 07047 og Pílu 483 dóttur Stígs 97010 og Seið 14040 frá Leirulækjarseli í Borgarbyggð undan Legi 07047 og Elmu 379 sonardóttur Þrasa 98052.
Lesa meira

Tíu bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2015

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem nefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 53 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu. Ákveðið var að tilnefna 10 bú sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2015 sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 7. nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Nýir sæðingastöðvahrútar

Í sumar var safnað saman á sæðingastöðvarnar þeim hrútum sem koma nýir inn á grunni reynslu á heimabúi og fylgir hér stutt umfjöllun um þá ásamt kynbótamati.
Lesa meira

Elin Nolsøe Grethardsdóttir komin til starfa

Elin Nolsøe Grethardsdóttir hóf störf hjá RML nú í september. Hún mun starfa í faghópi nautgriparæktar og hafa starfsaðstöðu á Búgarði á Akureyri. Elin verður í 80% starfshlutfalli. Hægt er að ná í Elinu í síma 516 5066 eða í gegnum netfangið elin@rml.is.
Lesa meira

Hvaða vaxtakjör eru í boði hjá fjármálastofnunum?

Hækkun vaxta óverðtryggðra lána. Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti bankans á síðustu misserum, ein afleiðing þess er hækkun á óverðtryggðum útlánavöxtum viðskiptabankanna. Í meðfylgjandi töflu koma fram lægstu útlánavextir helstu lánastofnana eins og þær birtast á heimasíðum viðkomandi lánastofnana.
Lesa meira