Fréttir

Hugleiðingar varðandi hrossarækt - Hvað gætum við gert næst?

Hvað gætum við gert næst? Þegar horfið var frá því á sínum tíma að auglýsa sérstaklega komandi útflutning íslenskra kynbótahrossa var stórt skref stigið í átt til nær algers frjálsræðis íslenskra hrossaræktenda í sölumálum. Augljós afleiðing þessarar ákvörðunar var að Íslendingar ætluðu óhræddir að keppa á frjálsum samkeppnis-grundvelli við aðrar þjóðir sem rækta íslenska hestinn; hvað sem liði einstefnuflæði erfðaefnis frá upprunalandinu.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót ef næg þátttaka fæst í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað: Hvanneyri: mánudaginn 15. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2 Akureyri: fimmtudaginn 18. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur þriðj. 16/2 Egilsstaðir: mánudaginn 22. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur fimmt. 18/2 Selfoss: þriðjudaginn 16. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322/petur@rml.is).
Lesa meira

Námskeið í Huppu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur 2015

Eru ekki allir búnir að skila stóðhestaskýrslum fyrir síðastliðið ár? Hafa ef til vill einhverjir gleymt þeim niðri í skúffu! Endilega drífið í að skila svo hryssueigendur geti skráð folöldin, sem fæðast í vor, rafrænt í heimaréttinni. Eyðublöðum er hægt að skila inn á öllum starfsstöðvum RML. Ég vil benda á að nú er komið sérstakt eyðublað vegna fósturvísaflutninga en þar er hægt að gera grein fyrir meðgöngumóður.
Lesa meira

Ekki of seint að senda heysýni til efnagreininga

Samkvæmt heimasíðu Efnagreiningar ehf. er hægt að senda hey- og skítasýni fyrir 5. hvers mánaðar og vænta niðurstaðna fyrir 20. sama mánaðar. Það er því ekki of seint að senda heysýni núna og getur verið sniðugt að senda sýni á þessum tíma ef fóðrunin gengur ekki eins og skyldi.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja dreifingu sæðis úr þessa dagana. Þetta eru Skagfjörð 14044 frá Daufá í Skagafirði undan Húna 07041 og Spes 353 Eldsdóttur 04001, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040, Unnar 14058 frá Sökku í Svarfaðardal undan Húna 07041 og Unni 636 Fontsdóttur 98027 og Trompás 14070 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Dynjanda 06024 og Ölmu 238 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 582 en á árinu 2014 voru þeir 579. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609,9 árskýr skiluðu 5.851 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014, en þá skiluðu 23.861 árskýr meðalnyt upp á 5.721 kg, og mestu meðalafurðir sem mælst hafa á landinu. Mestar meðalafurðir 2015 voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.
Lesa meira

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Nú er komið að ársuppgjöri og senn líður að framtalsgerð. Því viljum við kanna hvort eftirspurn sé meðal bænda eftir námskeiðum í notkun á dkBúbót. Verði nægur áhugi munum við auglýsa námskeið.
Lesa meira