Skráningarfrestur framlengdur á seinni vikuna á Mið-Fossum
23.05.2016
Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Mið-Fossum dagana 6. til 10. júní hefur verið framlengdur fram á miðnætti á föstudag 27. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er skrá hross á kynbótasýningu.
Allar frekari upplýsingar má fá í síma Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is, þar eru t.d. leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og halla@rml.is.
Lesa meira