Fréttir

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2015-2016

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur á vefinn í lok næstu viku.
Lesa meira

Er búið að ganga frá afkvæmarannsókninni? - framlengdur frestur!

Lambaskoðanir gengu í heildina vel í haust. Haustið var víða frábærlega gott sem gerði alla vinnu við fjárrag skemmtilega og stuðlaði að góðum vexti lamba. Vænleiki var víða með mesta móti og örugglega aldrei meira af glæsigripum sem til skoðunar komu.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. október

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu nú í haust ætlar RML að bjóða sauðfjárbændum á öllu landinu að taka þátt í fræðslufundaröðinni Sauðfjárskólanum sem áætlað er að hefjist nú um miðjan nóvember. (Nánari upplýsingar í gegnum tengil merktan Sauðfjárskólanum hér hægra megin á forsíðunni).
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps

Einn liðurinn í fóðurráðgjöf RML er að senda bændum fréttapistla um málefni líðandi stundar og fagefni um fóðrun nautgripa. Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði og sent til þeirra bænda sem nýta sér fóðurráðgjöfina. Mánuði seinna er það birt hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf. Fram að áramótum verður Gunnar með starfsaðstöðu á Blönduósi og í 50% starfshlutfalli. Eftir áramót verður hann með starfsaðstðu á Selfossi og í 100% starfi þar.
Lesa meira

Starfsmenn RML aðstoða við skil á forðagæsluskýrslum

Eins og fram kemur á heimasíðu MAST verður hægt að leita til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar með skil á forðagæsluskýrslum líkt og í fyrra. Hægt er að hringja í skiptiborð RML 5165000 og fá samband við starfsmann sem tekur við upplýsingum á skýrsluna, gengur frá henni og skilar. Einnig er hægt að koma við á flestum starfsstöðvum.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Nú á haustmánuðum munum við taka upp rafrænar sendingar á reikningum. Þetta verður gert til reynslu með reikninga fyrir lambadóma. Reikningarnir munu birtast í heimabanka viðskiptavinar en einnig undir rafrænum skjölum í heimabanka viðkomandi. Þá munum við einnig senda afrit í tölvupósti. Með því að senda reikningana rafrænt spörum við umtalsverðar fjárhæðir í póstsendingu auk þess sem það er mun umhverfisvænna. Verði reynslan af þessu góð þá stefnum við að því að senda sem flesta reikninga með þessum hætti frá og með 1. janúar 2016.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í september sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 12. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.682,5 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.808 kg
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd árið 2014

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr hópnum, sem fæddist 2014, á vef nautaskrárinnar, nautaskra.net. Sæði úr þessum nautum mun koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Sökkul 14023 frá Sökku í Svarfaðardal undan Víðkunni 06034 og Glætu 840 dóttur Flóa 02029, Alex 14024 frá Haga 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi undan Legi 07047 og Huppu 153 dóttur Fonts 98027, Hnykk 14029 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Legi 07047 og Pílu 483 dóttur Stígs 97010 og Seið 14040 frá Leirulækjarseli í Borgarbyggð undan Legi 07047 og Elmu 379 sonardóttur Þrasa 98052.
Lesa meira