Starfsdagar hjá RML 13.-15. apríl

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Það sem helst er á dagskrá að þessu sinni eru umræður um nýja búvörusamninga sem munu hafa áhrif á þróun ráðgjafar til bænda.
Einnig vinnum við að stefnumótun RML, en það er liður í þróun þessa unga fyrirtækis sem byggir á gömlum grunni.
Starfsdagarnir standa yfir 13.-15.apríl og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma,
en viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst sem verður svarað eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi strax eftir helgi.
Aðalnúmerið okkar 5165000 er þó opið þessa daga og öllum símtölum verður svarað eftir bestu getu.

 

hh