Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2008 afhent
02.04.2016
Á fagþingi nautgriparæktarinnar 31. mars 2016 var afhent viðurkenning fyrir besta nautið fætt árið 2008 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bambi 08049 frá Dæli í Fnjóskadal þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, og Sigurður Loftsson, fráfarandi formaður Landssambands kúabænda, afhentu ræktendum Bamba, þeim Margréti Bjarnadóttur og Geir Árdal, ábúendum í Dæli, viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira