Fréttir

Kynbótamat sauðfjár 2015

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2015 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís. Ætternismat gripa í haustbókum sem fara að berast bændum mun taka tillit til þessa nýja mats.
Lesa meira

Sauðfjárskoðun 2015 - skipulagning og pantanir

Tekið er við pöntunum á lambadomum hér í gegnum heimasíðuna. Aðeins þarf að smella á hnappinn - Panta sauðfjárdóma – hér til hægri á forsíðunni og þar er hægt að velja um að panta lambamælingu eða hrútasýningu. Þegar smellt er á þessar línur opnast umsóknareyðublað.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna jarðabóta er til 10. sept. nk.

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna jarðabóta rennur út þann 10. september nk. Þeir bændur sem telja sig eiga rétt á styrk vegna jarðabóta á jörðum sínum þurfa að hafa hraðann á til að tryggja að umsókn komist inn fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Lesa meira

Fjölbreytt fóðurráðgjöf hjá RML

Sumarið hefur verið misjafnt eftir landshlutum eins og oft áður og eins og bændur vita hefur veðurfar mikil áhrif á gróffóðrið, bæði magn og gæði. Það er því mjög mikilvægt að gefa sér tíma á haustin til að fara yfir hvers var aflað og hvernig það komi til með að nýtast yfir vetrartímann.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net, um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi nauta. Þessi naut munu koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Ver 14009 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum undan Vindli 05028 og Gullbrá 518 Gyllisdóttur 03007, Skara 14011 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Baugi 05026 og Títlu 509 Hólsdóttur 07037, Prófíl 14018 frá Hvammi í Eyjafirði undan Víðkunni 06034 og Tvíböku 1155 Ófeigsdóttur 02016 og Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010.
Lesa meira

RML með á Sveitasælu í Skagafirði

Sveitasæla, landbúnaðarsýning og bændahátíð var haldin í Skagafirði um helgina. Á sýningunni sem var í Reiðhöllinni á Sauðárkróki í gær kynntu einstaklingar, félög og fyrirtæki starfsemi sína, vörur og þjónustu auk þess sem ýmis afþreying var í boði sem endaði á kvöldvöku.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Mið-Fossum 21.ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Mið-Fossum fer fram á föstudaginn 21.ágúst og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Sauðárkróki 21. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Sauðárkróki fer fram föstudaginn 21. ágúst og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Yfirlit síðsumarssýningar og hollaröð á Selfossi 21. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 21. ágúst og hefst kl. 9:00. Dagskrá dagsins verður eftirfarandi:
Lesa meira

Síðsumarssýning á Mið-Fossum, breyting á hollaröðun

Smávægilegar breytingar hafa átt sér stað og eru því knapar og eigendur hrossa hvattir til að skoða uppfærða hollaröðun.
Lesa meira