Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Námskeiðin verða haldin sem hér segir:
20. apríl á Blönduósi, í sal búnaðarsambandsins, Húnabraut 13.
25. apríl á Sauðárkróki, í húsnæði Farskólans, Faxatorgi.
26. apríl á Ísafirði, hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12.
Öll námskeiðin eru frá kl. 13:00-17:00 og þurfa þátttakendur að koma með eigin tölvur.
Námskeiðin eru einkum ætluð sauðfjárbændum sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt og hafi einhverja reynslu í færslu skýrsluhalds. Farið verður í helstu aðgerðir sem FJARVIS.IS býður upp á fyrir skýrsluhaldara m.a. skráningarþætti, gripaleit og skýrslur.
Kennari: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur hjá RML.
Námskeiðsgjald er kr. 15.000,-
Unnt er að sækja um styrk úr starfsmenntasjóði Bændasamtaka Íslands á móti námskeiðsgjaldinu.
Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 15.
Staðfesta skal þátttöku til RML í síma 516-5000 eigi síðar en 18. apríl.
Námskeiðið er á vegum RML og tölvudeildar Bændasamtaka Íslands.
RML og Bændasamtök Íslands áskilja sér þann rétt að fella niður námskeið ef næg þátttaka næst ekki.
/eib