Fréttir

Launamiðaútgáfa dkBúbótar komin út

Á vef Bændasamtaka Íslands má sjá frétt varðandi nýja árlega uppfærslu af dkBúbót sem hefur verið send út til notenda. Útgáfan gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Lesa meira

Uppgjör Fjárvís

Allt haustuppgjör sauðfjárræktarinnar var endurreiknað í gær. Í uppgjörinu voru villur sem núna er búið að laga. Áhrifin af villunum voru allvíðtæk og flestir notendur sjá breytingar á einkunnum hjá einstökum gripum á sínu búi.
Lesa meira

Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%. Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.
Lesa meira

Kynbótaráðgjöf, nú er rétti tíminn!

Rétt er að minna bændur á að í desember var keyrð uppfærsla á kynbótamati í nautgriparækt og í framhaldi af því kom Fagráð í nautgriparækt saman og ákveðið var hvaða ný naut verða í notkun næstu mánuði.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2016 og val kynbótahrossa á LM 2016

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2016 og er hún komin hér á vefinn undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Ákveðið hefur verið að stilla ekki upp sýningum þar sem tvö dómaragengi eru að störfum en þörf hefur verið á því á suðvesturhorni landsins til að anna eftirspurn. Þess í stað verður boðið upp á sýningar á fleiri sýningarsvæðum á sama tíma.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um áramótin fór Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur hjá RML í árs leyfi frá störfum. Hún hefur starfað hjá RML frá stofnun fyrirækisins en fyrir þann tíma starfaði hún sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda. Verkefni hennar hjá RML tengdust aðallega sauðfjárrækt, jarðrækt og rekstraráætlunum. Starfsstöð hennar hefur verið á Blönduósi. Verkefni Önnu Margrétar færast því til annarra ráðunauta og bændum er bent á að hafa samband við skiptiborð RML í síma 516 5000. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar Önnu Margréti velfarnaðar á öðrum starfsvettvangi.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu (víðar ef óskað er) föstudaginn 8. janúar og svo mánaðarlega til vors.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Gleðileg jól - Opnunartími um hátíðarnar

Skiptiborð RML verður opið alla virka daga frá kl. 8.00-12.00 og frá 12.30-16.00 nema aðfangadag og gamlársdag en þá verður lokað. Ekki verður þó föst viðvera á öllum skrifstofum RML virku dagana. Opnun starfstöðva og viðvera verður komin í eðlilegan farveg þann 4. janúar.
Lesa meira