Fréttir

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Miðsumarssýning kynbótahrossa verður á Gaddstaðaflötum dagana 20. – 24. júlí. Opið verður fyrir skráningar á þessar sýningu í WorldFeng fram á miðnætti föstudaginn 10. júlí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML (rml.is) í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Röðin á yfirlitssýningunni á Fjórðungsmótinu á Iðavöllum 4. júlí

Hér að neðan má sjá röð holla á yfirlitssýningunni á fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum sem hefst kl 13:45 laugardaginn 4. júlí
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Guðmundur Steindórsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í 45 ár. Guðmundur hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1970-1971. Varð síðan nautgriparæktarráðunautur hjá Sambandi nautgriparræktarfélaga Eyjafjarðar 1971-1977.
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands dagana 2. - 4. júlí 2015

Sýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Austurlands á Iðavöllum fer fram dagana 2. – 4. júlí 2015. Dómar hefjast kl. 08:30 fimmtudaginn 2. júlí. Yfirlitssýning verður laugardaginn 4. júlí og hefst kl 13:45.
Lesa meira

Nautgriparæktarráðunautur óskast til starfa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til að sinna verkefnum og ráðgjöf í nautgriparækt. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Uppfærsla Fjárvís 23/06/2015

Skýrsluhaldskerfið Fjárvís var uppfært á miðvikudaginn. Örfáar breytingar hafa verið gerðar á notendaviðmóti ásamt nokkrum viðbótum. Yfirlit yfir helstu breytingar hafa verið teknar saman í meðfylgjandi skjal.
Lesa meira

Könnun um ærdauða lýkur á miðnætti þ. 28. júní

Könnun þeirri um ærdauða sem opin hefur verið til þátttöku fyrir bændur inni á bændatorgi Bændasamtaka Íslands, verður lokað á miðnætti þ. 28. júní.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Austurlands 2015 - lágmörk lækkuð

Dagana 2.-5. Júlí verður verður fjórðungsmót Austurlands haldið á Stekkhólma. Fagráð í hrossarækt gaf í upphafi árs út lágmörk fyrir kynbótahross inn á kynbótasýningu mótsins en fagráð hefur ákveðið að lækka lágmörkin í öllum flokkum um tíu stig og eru þau nú eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlitssýning í Spretti 24. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýninguna í Spretti, sem hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð sýningarlok eru um kl. 12:00.
Lesa meira

Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni.
Lesa meira