Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014
30.01.2016
Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja dreifingu sæðis úr þessa dagana. Þetta eru Skagfjörð 14044 frá Daufá í Skagafirði undan Húna 07041 og Spes 353 Eldsdóttur 04001, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040, Unnar 14058 frá Sökku í Svarfaðardal undan Húna 07041 og Unni 636 Fontsdóttur 98027 og Trompás 14070 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Dynjanda 06024 og Ölmu 238 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira