Fréttir

Yfirlitssýning á Hólum 23. júlí - hollaröðun

Hér má finna hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Hólum, fimmtudaginn 23.07.2020 - sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa

Undanfarin tvö ár hefur RML unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Með góðu liðsinni fagráðs í sauðfjárrækt og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram og bjóðum sauðfjárbændum enn og aftur að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra starfsfélaga sína. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag fagráðs gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Nú hefur verið opnað á skráningar á kynbótasýningar síðsumars. Að þessu sinni verða síðsumarssýningar á þremur stöðum, Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið má finna í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira

Yfirlitssýning, Hellu, 16. júlí

Yfirlitssýning fyrstu dómaviku miðsumars á Hellu hefst kl. 8:00, fimmtudaginn 16. júlí.
Lesa meira

Hollaröðun á kynbótasýningu á Hólum 20.-22. júlí

Dómar hefjast á Hólum mánudaginn 20. júlí kl. 13:00. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 23. júlí og hefst hún kl. 08:00. Hér má finna hollaröðun hrossa fyrir dagana 20.-22. júlí.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 109 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.802,9 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.511 kg eða 6.796 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 514 var 48,3.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hellu 20.-24. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast röðun knapa í annarri dómaviku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum; annarri dómaviku af þremur.
Lesa meira

Miðsumarssýning Hellu 12.-16. júlí

Mikill og gleðilegur áhugi er á miðsumarssýningum hrossa í júlí. Hér að neðan má nálgast röðun hrossa/knapa í fyrstu miðsumarssýningaviku á Gaddstaðaflötum; fyrstu dómaviku af þremur. Athugið að dómar hefjast sunnudaginn 12. júlí og dæmt verður fram á miðvikudaginn 15. júlí. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 16. júlí.
Lesa meira