Fréttir

Loftslagsvænn landbúnaður - Auglýst eftir þátttakendum

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttakendum, til allt að fimm ára, sem eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa áhuga á að gera loftslagsvæna aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn og taka virkan þátt í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt - 12.desember

Seinni partinn í dag, 12. desember, mun birtast á öllum helstu hestamiðlum ráðstefnan Hrossarækt 2020 sem framleidd er af Eiðfaxa. Þar verður farið yfir ræktunarárið og helstu viðurkenningar veittar en þær eru m.a. heiðursviðurkenning Félags Hrossabænda og ræktunarbú ársins 2020.  Ákveðið var að hafa ráðstefnuna með þessu sniði í ljósi aðstæðna. Þátturinn er 47 mínútna langur og geymir ýmsan fróðleik sem enginn áhugamaður um hrossarækt ætti að láta fram hjá sér fara. Útsendingin hefst kl 16.00 að íslenskum tíma, hægt er að horfa með því að smella á þennan hlekk
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 113 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.853,2 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.446 kg eða 6.751 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,4.
Lesa meira

Þrettán bú tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2020

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, Ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 50 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda

Fyrr á þessu ári hófst rekstrarverkefni meðal kúabænda þar sem markmiðið er m.a. að auka rekstrarvitund og möguleika þeirra á meiri skilvirkni í bættum búrekstri. 90 kúabú tóku þátt í verkefninu og er nú verið að leggja lokahönd á úrvinnslu gagna. Stefnt er að því í fyrri hluta desembermánaðar að þátttökubúin fái afhenta skýrslu um sitt bú þar sem styrkleikar og veikleikar í rekstri verða rýndir....meira
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Sýni send til greiningar

Fyrstu sýni vetrarins voru send til greiningar hjá Eurofins í Danmörku í morgun. Um er að ræða 1.182 vefjasýni úr kúm sem safnað hefur verið hjá bændum og nautum fæddum 2018, 2019 og 2020 á Nautastöðinni á Hesti. Þá voru einnig send 63 sæðissýni úr eldri nautum sem ýmist fundust ekki við síðustu greiningar eða misfórust þá. Í þeim hópi er að finna gamla "matadora" sem eiga nokkra erfðahlutdeild í stofninum og því skiptir verulegu máli fyrir verkefnið að fá arfgerðargreiningu á þeim. Þarna má nefna gamalkunnug naut eins og Sorta 90007, Almar 90019, Soldán 95010, Font 98027 og Balda 06010.
Lesa meira

Hrútakosturinn kynntur á netinu

Þar sem ekki hefur verið hægt að halda hrútafundi með hefðbundnum hætti og fylgja þannig eftir útgáfu hrútaskrár þá er nú í boði kynning á netinu.  Hrútarnir eru kynntir líkt og tíðkast hefur á hrútafundum og gæðum þeirra lýst af ráðunautum RML.  Upptakan býður upp á það að hægt sé að hoppa með einföldum hætti á milli hrúta eða velja úr lista þá hrúta sem menn hafa mestan áhuga á að kynna sér.  Hrútaskráin er komin úr prentun.  Henni verður síðan dreift með mismunandi hætti eftir búnaðarsambandssvæðum.
Lesa meira

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna

Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og hafa tegundir sitt kjörsýrustig sem liggur á tilteknu bili pH-skalans. Á alþjóðavísu er of súr jarðvegur einn þeirra þátta sem hvað mest áhrif hefur á minnkaða uppskerugetu en það er aðallega vegna þess að aðgengi næringarefna í jarðvegi er háð sýrustigi.
Lesa meira

Hrútaskrá vetrarins 2020-21 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2020-21 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í lok næstu viku.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 509 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.622,6 árskúa á nefndum 509 búum var 6.479 kg eða 6.777 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 509 var 48,4.
Lesa meira