Fréttir

Snemmbúin áburðarkaup

Eitthvað er um að áburðasalar séu þessa dagana að bjóða áburð á verði frá því í vor og eru því sumir bændur að hugsa um áburðarkaup óvenju snemma. Mikilvægt er að huga vel að vali á áburðartegundum og magni þannig að áburðurinn nýtist sem best í samræmi við áburðarþarfir, uppskeruvæntingar og útgjöld.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals að fara af stað

Í september síðast liðnum var ráðstafað fjármunum úr samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar til frekari vinnu við verkefnið um erfðamengisúrval í íslenska kúastofninum. Verkefnið er unnið í samstarfi RML, Bændasamtaka Íslands, Landssamband kúabænda og Landbúnaðarháskóla Íslands og nú hefur ríkisvaldið, í gegnum framkvæmdanefnd búvörusamninga, einnig lagt því lið. Þessir fjármunir tryggja að hægt er að fara í frekari sýnatöku til stækkunar svokallaðs viðmiðunarhóps, það er stækka hann úr rétt um 8 þús. gripum í ríflega 12 þúsund gripi.
Lesa meira

Norrænt samstarf í útrás

Ráðunautaþjónustur og ábyrgðaraðilar skýrsluhalds í nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil unnið í sameiningu að því að þróa tæknilausnir til að auðvelda gagnaflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. RML sem ábyrgðaraðili skýrsluhalds og ræktunarstarfs hérlendis er þátttakandi í þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Kerfið sem kallast NCDX (Nordic Cattle Data Exchange) er þróað af Mtech í Finnlandi og er komið í notkun, m.a í Finnlandi og Noregi, og unnið hefur verið að því að búa til tengingar við mjaltaþjóna á Íslandi.
Lesa meira

Starfsdagar RML dagana 4. og 5. nóvember

Miðvikudaginn 4.nóvember og fimmtudaginn 5.nóvember verða starfsdagar RML haldnir. Fundirnir verða haldnir eftir hádegi, frá kl. 13-16 og á meðan þeim stendur verður skrifstofum og síma RML lokað. Opið verður samkvæmt venju frá kl. 9-12 á fimmtudeginum. Starfsdagar RML hafa síðustu ár verið haldnir víða um landið en að þessu sinni verða þeir rafrænir.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2020-21 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Skráin er með hefðbundnu sniði en auk umfjöllunar um reynd naut og holdanaut í notkun er að finna ýmislegt fræðsluefni í skránni. Þar má nefna greinar um frjósemi í íslenska kúastofninum og aðra um skyldleikarækt þar sem halda á penna ungir og upprennandi vísindamenn sem vonandi gera landbúnaðarfræði og búvísindi að sínu ævistarfi. Þetta eru þau Þórdís Þórarinsdóttir frá Keldudal í Skagafirði sem lauk meistaranámi við LbhÍ s.l. vor og Egill Gautason frá Engihlíð í Vopnafirði sem stundar nú doktorsnám í Árósum í Danmörku.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum 2020

Vinna við hrútaskrá 2020-2021 stendur nú yfir og stefnt er á útgáfu hennar um miðjan nóvember. Við gerð hennar eru unnin ýmis yfirlit og uppgjöri á dómum hrútlamba undan sæðishrútum í haust er lokið. Það fylgir með þessari frétt.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar gagnvart mótstöðu við riðu í sauðfé

Um allangt skeið hefur verið hægt að arfgerðagreina kindur til að athuga hversu mikla mótstöðu þær hafa gagnvart riðuveiki. Þannig hafa allir hrútar sem notaðir hafa verið til sæðinga í meira en 20 ár verið greindir. Þá hefur ákveðinn hópur bænda látið greina sína ásetningshrúta árlega. Með þessum hætti geta bændur unnið að því í gegnum kynbætur að minnka tíðini áhættuarfgerðarinnar og auka tíðni lítið næmu arfgerðarinnar í sínum stofni og efla þannig varnir gegn riðuveiki.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir á heimahrútum– styrkhæfar afkvæmaprófanir

Líkt og undanfarin ár þá standa bændum til boða styrkir til framkvæmda á afkvæmarannsóknum á hrútum. Til upprifjunar eru hér reglur fagráðs í sauðfjárrækt um styrkhæfar afkvæmarannsóknir: Að 5 hrútar séu að lágmarki í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir hrútar (fæddir 2019), en styrkurinn er eingöngu greiddur út á veturgamla hrúta. Enda er markmiðið að fá bændur til að meta gæði veturgömlu hrútana sem lambafeður útfrá skiplagðri notkun á þeim.
Lesa meira

Skráning dóma í Fjárvís

Nú er lambadómum víðast hvar lokið þetta haustið. Í flestum tilfellum skila dómarnir sér inn í Fjárvís í kjölfar skoðunar. Það eru þó undantekningar á því. Hefur sú vinnuregla tíðkast síðustu ár að bóndinn hafi viku til að skrá dómana inn í kerfið frá því að lambaskoðunin fór fram en eftir þann tíma áskilur RML sér rétt til að skrá dómana inn á kostnað bóndans.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Í frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis kemur fram að búið sé að opna fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktaðs grænmetis á yfirstandandi ári á Afurð.is. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 26. október n.k.
Lesa meira