Fréttir

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Bendum einnig á netspjallið en það er opið milli 10-12 og 13-15. Þar er hægt að bera upp spurningar á opnunartíma eða koma skilaboðum til starfsmanna og verður slíkum skilaboðum svarað næsta virka dag.
Lesa meira

Fyrsta vika miðsumarssýningarinnar á Hellu byrjar fyrr en áætlað var

Vegna stórmóts sem verður á Hellu dagana 17.-19. júlí er nauðsynlegt að byrja fyrstu viku miðsumarssýningarinnar þar strax á sunnudaginn 12. júlí í stað mánudagsins 13. júlí
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á Worldfeng fyrir alls 448.437 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.046 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.635, Svíþjóð 4.064, Þýskaland 3.339, Danmörk 2.532, Noregur 1.158, Austurríki 302, Finnland 280, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 86 og Bretland 39.
Lesa meira

Ert þú kúabóndi?

Ef svarið er já að þá óskum við eftir þátttöku þinni í rekstrarverkefni sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að fara af stað með. Þar er meginmarkmiðið að kúabú fái heildstæða greiningu á sínum rekstri og safna um leið ítarlegum hagrænum tölum í mjólkurframleiðslu sem hafa verið óaðgengilegar um árabil. Markmið og ávinningur. Rekstrarafkoma bús er lykilþáttur í að bændur geti reiknað sér ásættanleg laun fyrir sína vinnu og um leið haft svigrúm til að byggja upp jarðirnar sínar. Markmiðið er að ná a.m.k. 100 búum inn í verkefnið eða um 20% af kúabúum landsins.
Lesa meira

Yfirlitssýning í Hafnafirði 19. Júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram í Hafnafirði föstudaginn 19. Júní og hefst kl. 8:00. Dagskráin byrjar á elstu hryssum. Gert er ráð fyrir að sýning á hryssum klárist fyrir hádegishlé. Eftir hádegi hefst sýning á yngstu stóðhestum.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 19.06. - hollaröðun

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum fer fram föstudaginn 19.06. og hefst kl. 08:00. Hér má sjá hollaröð á yfirliti:
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 19. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum, sem hefst kl. 09:00, föstudaginn 19. júní:
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 19. júní

Yfirlit þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. júní og hefst stundvíslega klukkan 09. Hollaröð dagsins verður birt svo fljótt sem verða má eftir að dómum líkur í kvöld.
Lesa meira