Fréttir

Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum 2020

Vinna við hrútaskrá 2020-2021 stendur nú yfir og stefnt er á útgáfu hennar um miðjan nóvember. Við gerð hennar eru unnin ýmis yfirlit og uppgjöri á dómum hrútlamba undan sæðishrútum í haust er lokið. Það fylgir með þessari frétt.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar gagnvart mótstöðu við riðu í sauðfé

Um allangt skeið hefur verið hægt að arfgerðagreina kindur til að athuga hversu mikla mótstöðu þær hafa gagnvart riðuveiki. Þannig hafa allir hrútar sem notaðir hafa verið til sæðinga í meira en 20 ár verið greindir. Þá hefur ákveðinn hópur bænda látið greina sína ásetningshrúta árlega. Með þessum hætti geta bændur unnið að því í gegnum kynbætur að minnka tíðini áhættuarfgerðarinnar og auka tíðni lítið næmu arfgerðarinnar í sínum stofni og efla þannig varnir gegn riðuveiki.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir á heimahrútum– styrkhæfar afkvæmaprófanir

Líkt og undanfarin ár þá standa bændum til boða styrkir til framkvæmda á afkvæmarannsóknum á hrútum. Til upprifjunar eru hér reglur fagráðs í sauðfjárrækt um styrkhæfar afkvæmarannsóknir: Að 5 hrútar séu að lágmarki í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir hrútar (fæddir 2019), en styrkurinn er eingöngu greiddur út á veturgamla hrúta. Enda er markmiðið að fá bændur til að meta gæði veturgömlu hrútana sem lambafeður útfrá skiplagðri notkun á þeim.
Lesa meira

Skráning dóma í Fjárvís

Nú er lambadómum víðast hvar lokið þetta haustið. Í flestum tilfellum skila dómarnir sér inn í Fjárvís í kjölfar skoðunar. Það eru þó undantekningar á því. Hefur sú vinnuregla tíðkast síðustu ár að bóndinn hafi viku til að skrá dómana inn í kerfið frá því að lambaskoðunin fór fram en eftir þann tíma áskilur RML sér rétt til að skrá dómana inn á kostnað bóndans.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Í frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis kemur fram að búið sé að opna fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktaðs grænmetis á yfirstandandi ári á Afurð.is. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 26. október n.k.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 452.887 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.564 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.893, Svíþjóð 4.113, Þýskaland 3.413, Danmörk 2.588, Noregur 1.187, Austurríki 336, Finnland 288, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 96 og Bretland 39.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.318,8 árskúa á þessum 503 búum var 6.512 kg eða 6.812 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 503 var 48,3.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa

Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsframleiðslu og lagði RML, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðsluefnis um nautakjötsframleiðslu. Fóður- og nautgriparæktarhópur RML hóf vinnslu bæklings en þegar vinnan hófst varð mönnum ljóst að fræðsluefnið hefði orðið mjög yfirborðskennt ef allt ferli nautakjötsframleiðslu væri undir í einum stuttum bæklingi. Það varð því úr að mismunandi skeiðum framleiðslunnar var skipt upp og stefnan er að gera röð bæklinga með mismunandi tímabil framleiðslunnar í huga.
Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar RML og BÍ til bænda vegna Covid 19

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis. Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 hafa verið með breyttu sniði vegna Covid19. Viðbragðsteymi RML gaf út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa í lok ágúst og hafa þær nú verið uppfærðar. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis.
Lesa meira

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að ræða síðustu syni þeirra Lúðurs 10067, Dropa 10077 og Gýmis 11007 auk fyrstu sona Bakkusar 12001 og Jörfa 13011. Þá er að finna í hópnum einu syni þeirra Stólpa 11011 og Skells 11054 sem koma munu til dreifingar.
Lesa meira