Fréttir

Samantekt á heysýnum 2020

Í samstarfi við Efnagreiningu ehf og fóðurfyrirtæki sem hafa tekið heysýni hjá bændum síðustu ár hefur tekist að byggja upp vel flokkaðann og góðan gagnagrunn um heysýni tekin á Íslandi og eiga viðkomandi skilið hrós fyrir aðkomu sína að því. Í þeirri útlistun sem hér er birt voru heysýnin flokkuð eftir landshlutum og svo eftir því hvort um var að ræða fyrsta eða annan slátt,, grænfóður eða rýgresi.
Lesa meira

Þórdís Þórarinsdóttir komin til starfa

Þórdís Þórarinsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf hjá RML sem sérfræðingur vegna innleiðingar á nýju kynbótamati fyrir frjósemi. Hún er með meistaragráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Netfang Þórdísar er tordis@rml.is. Við bjóðum Þórdísi velkomna til RML.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Lesa meira

Breytingar á opnunartíma RML og símsvörun

Í samræmi við ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnuviku þá breytist nú opnunartími starfsstöðva RML á föstudögum. Jafnframt verður sú breyting að aðalnúmer RML 516-5000 er lokað frá kl. 12.00 á föstudögum. Þessi breyting tekur gildi frá og með 5. mars 2021
Lesa meira

Sauðfjárrækt - Kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært

Kynbótamat í sauðfjárræktinni hefur verið uppreiknað fyrir mjólkurlagni og fært inn í Fjárvís.is. Mjólkurlagnismatið breytist nokkuð þar sem það uppfærist nú m.t.t. afurðagagna síðasta árs. Ef horft er til sæðingastöðvahrútanna þá er það Dólgur 14-836 frá Víðikeri sem stendur efstur stöðvahrúta fyrir mjólkurlagni en hann hækkar um 1 stig í þessum útreikningum.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í það verkefni að fá kúabú til samstarfs um söfnun skýrsluhalds- og rekstrargagna fyrir árin 2017-2019. Vel gekk að fá bændur til þátttöku og voru það í heildina 90 bú sem tóku þátt.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2021 - sýningaáætlun

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2021. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Fleiri lömb til nytja – könnun lögð fyrir sauðfjárbændur

Á öllum sauðfjárbúum, bæði stórum og smáum, er afar mikilvægt að sem flest lömb sem verða til nái að lifa til haustsins og koma til nytja. Í þessu sem öðru er talsverður munur á milli búa.
Lesa meira

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður stækkar

Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin sín þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og hafa nú 15 ný þátttökubú bæst í hópinn við þá 13 sem hófu þátttöku í fyrra.
Lesa meira

Sjö ný reynd naut í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við val nautanna er þó einnig reynt að horfa til óskyldra nauta svo sem kostur er.
Lesa meira