Fréttir

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2020 sem búið var að skrá í gagnagrunninn 27. ágúst sl. eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís. Tekinn var saman listi yfir meðalfrjósemi dætra sæðishrúta vorið 2020 sem eiga dætur á fyrsta til fjórða vetri, þ.e. ær fæddar 2016-2019.
Lesa meira

Starf forritara hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira

Tökum hey- og jarðvegssýni

Það er mikilvægt að taka árlega heysýni og senda í efnagreiningu til að hafa í höndunum yfirlit um efnainnihald og gæði heyjanna. Á grunni niðurstaðnanna má svo skipuleggja fóðrun gripanna og sjá hvers konar kjarnfóður hentar með heyjunum og annað viðbótarfóður sem þarf til að bæta upp það sem vantar í heyin.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 21.ágúst - hollaröðun

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum hefst kl. 8:30 - hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 21. ágúst

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum, föstudaginn 21. ágúst. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 15:30.
Lesa meira

Síðsumarssýningar kynbótahrossa

Í næstu viku verða haldnar þrjár síðsumarssýningar; á Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Hefjast þær sem hér segir: Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst kl. 8:00 mánudaginn 17. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 21. ágúst. Sýningin á Sörlastöðum hefst kl. 8:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 20. ágúst. Sýningin á Hólum hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlistssýningu föstudaginn 21. ágúst.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 509 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.586,0 árskúa á fyrrnefndum 509 búum var 6.494 kg eða 6.781 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 509 var 48,3.
Lesa meira

Vert að hafa í huga við fósturvísaflutning

Í vor var fósturvísum dreift til bænda og kom á dögunum fyrirspurn um leiðbeiningar við val á kúm til að setja fósturvísa upp hjá. Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga við slíkt val. Val á kúm: Kýr sem eru 3-8 ára eru heppilegastar, en þá er komin ákveðin reynsla á þær, þetta á sérstaklega við ef að kálfurinn gengur undir. Frjósamar kýr er lykilatriði. Kýr með kálf má nota. Rólegar kýr. Holdastig 6 er heppilegt fyrir holdakýr. Allar kýr þurfa að vera í jákvæðu orkujafnvægi.
Lesa meira