12.02.2021
|
Berglind Ósk Alfreðsdóttir
Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin sín þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og hafa nú 15 ný þátttökubú bæst í hópinn við þá 13 sem hófu þátttöku í fyrra.
Lesa meira