Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 8.-12. júní

Kynbótasýningar verða á þremur stöðum vikuna 8. til 12. júní, á Gaddstaðaflötum, Hólum og Sörlastöðum. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengil hér fyrir neðan. Sýningin á Gaddstaðaflötum stendur alla vikuna en þar eru 132 hross skráð. Dómar hefjast á mánudegi 8. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudegi 12. júní. Á Sörlastöðum eru skráð hross 94 og hefst sýningin á mánudegi og lýkur með yfirlitssýningu á fimmtudeginum 11. júní. Á sýninguna á Hólum eru 76 hross skráð og hefst hún þriðjudaginn 9. júní og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 12. júní.
Lesa meira

Upptökur á kynbótasýningum vorsins

Föstudaginn 29. maí s.l var undirritaður samningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Eiðfaxa með aðkomu Landsmóts ehf, þar sem RML veitir Eiðfaxa leyfi til upptöku á öllum kynbótasýningum sem haldnar verða í júní 2020. Með þessu er RML að tryggja það að inn í Worldfeng fari myndbönd af þeim 170 hrossum sem hefðu í eðlilegu ári farið inn á Landsmót og er liður í að varðveita mikilvægt efni um kynbótastarf íslenska hestsins. Vonandi er þetta skref í þá átt að gera upplýsingar um ræktun íslenska hestsins aðgengilegri bæði fyrir innlenda og erlenda áhugamenn. Á myndinni má sjá Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóra Eiðfaxa og Karvel L Karvelsson, framkvæmdastjóra RML, Covid-handsala samninginn.
Lesa meira

Yfirlitssýning í Spretti 3. júní

Yfirlit kynbótasýningar í Spretti fer fram 3. júní og hefst kl. 9.00 Áætluð lok yfirlits eru um kl. 10:20
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 29. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 29. maí á sýningar sem verða í annarri og þriðju viku júní. Í töflunni hér neðar má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, seinni vikuna á Sörlastöðum og seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningar í Spretti og á Gaddstaðaflötum vikuna 2.-5. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi þriðjudaginn 2. júní og lýkur henni með yfirlitssýningu daginn eftir. Alls eru 31 hross skráð á sýninguna. Sýningin á Gaddstaðaflötum stendur alla vikuna en þar eru 99 hross skráð. Dómar hefjast þriðjudaginn 2. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 5. júní.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 22. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 22. maí á sýningar sem verða í fyrstu viku júní. Í töflunni hér að neðan má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Skráningafrestur hefur verið framlengdur til 29. maí á aðrar sýningar í júní. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu en nóg af plássum á öðrum sýningum.
Lesa meira

Tjón á girðingum eða vegna kals

Við vekjum athygli bænda á upplýsingum frá Bjargráðasjóði. Þegar sótt er um til Bjargráðasjóðs varðandi girðinga- eða kaltjón er gott að skoða þessar upplýsingar.
Lesa meira

Kálfar undan nýju Angus-nautunum

Árið 2019 voru sæddar um það bil 155 holdakýr og kvígur með sæði úr “nýju norsku” Angus-nautunum og ættu kálfarnir sem þá urðu til að fæðast um mánaðamótin maí-júní. Það verður spennandi að sjá þá kálfa sem hið nýinnflutta erfðaefni skilar, en nú eru vel yfir 20 ár síðan Íslendingar fengu síðast nýtt erfðaefni í holdanautastofninn í landinu.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi.
Lesa meira