Samantekt jarðvegssýnaniðurstaðna hafa verið uppfærðar.

Vegna breytts fyrirkomulags gagnahreinsunar er ögn mismunur á meðaltölum milli samantekta. Þó er talið að samræmi sé betra með núverandi vinnslu.

Samantekt gagna er einnig í þróun og þetta árið var ákveðið að kíkja aðeins á sýrustigið. Reiknað var miðgildi samhliða meðaltalinu til að sjá hvort mikill munur væri þar á milli. Ef munur er lítill sýnir það, að meðaltalið er það nálægt miðju gagnasafnsins sem horft er á hverju sinni. Þá eru ekki ákveðin gildi að skekkja sýn meðaltalsins – upp eða niður en með því að reikna miðgildið með er hægt að sjá hvort fleiri eða færri gildi eru örðu hvoru megin miðju.

Hægt er að finna samantektina og annað fræðandi efni í gegnum tengla hér neðar.

Sjá nánar: 
Jarðvegssýnaniðurstöður 2014-2020
Ýmsar upplýsingar varðandi áburð

/okg