Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2021

Þá er ekki seinna vænna að taka ákvörðun um hverju á að sá þetta vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu ólíkra yrkja þó þau tilheyri sömu tegundinni. Í samantektinni eru umsagnir um yrki tekin upp úr nýjustu útgáfu af ritinu, Nytjaplöntum á Íslandi 2021, sem gefið er út af LbhÍ. Ef engar upplýsingar eru í því riti um yrki eru sömuleiðis ekki upplýsingar í samantekt RML. Ekki er þar með útilokað að yrki hafi verið prófuð eða að einhver reynsla sé af þeim, góð eða slæm.

Ráðunautar RML er tilbúnir að aðstoða við val á tegundum og yrkjum og er hægt að óska eftir ráðgjöf í síma 516 5000.

Sjá nánar: 
Verð og framboð á sáðvöru 2021  
Verð og framboð á grasfræblöndum 2021  
Nytjaplöntur á Íslandi 2021 

/okg