Fréttir

Viðbrögð við kali í túnum

Nú er að ljúka vetri sem hefur verið veðrasamari og snjóameiri en vetur undanfarinna ára. Tún hafa sums staðar legið undir snjó og svelli í langan tíma og má búast við kali þar sem svell hafa verið lengst. Það á samt eftir að koma í ljós hve mikið og víða er kalið. Þegar líður að hausti, daginn styttir og hitastig lækkar fara plöntur að búa sig undir veturinn. Þær harðna og vetrarþol þeirra vex. Vetrarþolið vex fram eftir vetri, háð ytri aðstæðum og gróðri.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 20. – 24. apríl

Í næstu viku höldum við netfyrirlestraröð LOGN áfram. Þá verða fluttir þrír spennandi fyrirlestrar um náttúru svæðisins sem nær yfir Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes. Fjallað verður um efni sem nær yfir náttúruvernd og gildi náttúruverndar, aðferðir við friðlýsingar, gróður og vistgerðir og fugla- og dýralíf.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020

Stefnt er að því að halda allar kynbótasýningar hrossa sem eru á áætlun í vor og sumar. Rétt er að taka þetta fram á þessum óvissutímum. Þó þarf að hafa það í huga að takmarkanir þær sem verða í vor vegna Covid-faraldursins gætu haft einhver áhrif á framkvæmd sýninganna. Verður látið vita af því um leið og hægt er.
Lesa meira

Jörfi er besta nautið fætt 2013

Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Ræktandi Jörfa er Jörfabúið sf.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í hrossarækt

Unnið hefur verið að þróun kynbótamats hrossa að undanförnu. Það er tölvudeild Bændasamtaka Íslands sem hefur haft þetta verkefni á sinni könnu undir stjórn Elsu Albertsdóttur og fékk Þorvald Árnason til liðs við sig nú á haustmánuðum. Búið er að skipuleggja verkefnið út árið og ákveðið að koma fram með ákveðnar breytingar núna og svo endanlega í haust.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira

Fjósloftið: Fjarfundir fyrir kúabændur

Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir kúabændur og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag 15. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Fjósloftið en þar vísað til þess að á fjósloftinu fara oft fram skemmtilegar umræður auk þess sem segja má að fundirnir verði í loftinu. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Lesa meira