Fréttir

Hollaröðun á kynbótasýningu á Hólum 20.-22. júlí

Dómar hefjast á Hólum mánudaginn 20. júlí kl. 13:00. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 23. júlí og hefst hún kl. 08:00. Hér má finna hollaröðun hrossa fyrir dagana 20.-22. júlí.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 109 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.802,9 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.511 kg eða 6.796 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 514 var 48,3.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hellu 20.-24. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast röðun knapa í annarri dómaviku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum; annarri dómaviku af þremur.
Lesa meira

Miðsumarssýning Hellu 12.-16. júlí

Mikill og gleðilegur áhugi er á miðsumarssýningum hrossa í júlí. Hér að neðan má nálgast röðun hrossa/knapa í fyrstu miðsumarssýningaviku á Gaddstaðaflötum; fyrstu dómaviku af þremur. Athugið að dómar hefjast sunnudaginn 12. júlí og dæmt verður fram á miðvikudaginn 15. júlí. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 16. júlí.
Lesa meira

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Bendum einnig á netspjallið en það er opið milli 10-12 og 13-15. Þar er hægt að bera upp spurningar á opnunartíma eða koma skilaboðum til starfsmanna og verður slíkum skilaboðum svarað næsta virka dag.
Lesa meira

Fyrsta vika miðsumarssýningarinnar á Hellu byrjar fyrr en áætlað var

Vegna stórmóts sem verður á Hellu dagana 17.-19. júlí er nauðsynlegt að byrja fyrstu viku miðsumarssýningarinnar þar strax á sunnudaginn 12. júlí í stað mánudagsins 13. júlí
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á Worldfeng fyrir alls 448.437 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.046 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.635, Svíþjóð 4.064, Þýskaland 3.339, Danmörk 2.532, Noregur 1.158, Austurríki 302, Finnland 280, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 86 og Bretland 39.
Lesa meira