Fréttir

Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 452.887 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.564 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.893, Svíþjóð 4.113, Þýskaland 3.413, Danmörk 2.588, Noregur 1.187, Austurríki 336, Finnland 288, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 96 og Bretland 39.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.318,8 árskúa á þessum 503 búum var 6.512 kg eða 6.812 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 503 var 48,3.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa

Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsframleiðslu og lagði RML, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðsluefnis um nautakjötsframleiðslu. Fóður- og nautgriparæktarhópur RML hóf vinnslu bæklings en þegar vinnan hófst varð mönnum ljóst að fræðsluefnið hefði orðið mjög yfirborðskennt ef allt ferli nautakjötsframleiðslu væri undir í einum stuttum bæklingi. Það varð því úr að mismunandi skeiðum framleiðslunnar var skipt upp og stefnan er að gera röð bæklinga með mismunandi tímabil framleiðslunnar í huga.
Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar RML og BÍ til bænda vegna Covid 19

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis. Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 hafa verið með breyttu sniði vegna Covid19. Viðbragðsteymi RML gaf út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa í lok ágúst og hafa þær nú verið uppfærðar. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis.
Lesa meira

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar

Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að ræða síðustu syni þeirra Lúðurs 10067, Dropa 10077 og Gýmis 11007 auk fyrstu sona Bakkusar 12001 og Jörfa 13011. Þá er að finna í hópnum einu syni þeirra Stólpa 11011 og Skells 11054 sem koma munu til dreifingar.
Lesa meira

Nýtt naut í hóp reyndra nauta

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í notkun næstu vikur en nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu var keyrt núna í september. Ákveðið var Flóði 15047 komi til dreifingar sem reynt naut. Aðrar breytingar á dreifingu reyndra nauta voru ekki gerðar en úr nautaskrá falla þeir Sjarmi 12090, Jörfi 13011, Hálfmáni 13022, Bárður 13027 og Ýmir 13051 vegna þess að sæði úr þeim er uppurið.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðinn ráðunautur í hrossarækt. Hún tekur við starfi af Þorvaldi Kristjánssyni sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins. Starfsstöð Elsu er í Reykjavík og er hægt að ná í hana í síma 5165059 og í gegnum netfangið elsa@rml.is
Lesa meira

Þórey Gylfadóttir komin til starfa

Lesa meira

Niðurstöður úr afurðaskýrslum nautgriparæktarinnar fyrir ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 517 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 107 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.015,1 árskýr á búunum 517 var 6.503 kg eða 6.798 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 517 var 48,4.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald og túnkortabreytingar

Bændur eru hvattir til að skrá og skila jarðræktarskýrsluhaldi í Jörð.is sem fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki er til 1. október. Rétt er að benda á að umsóknarkerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins verður ekki í Bændatorginu eins og undanfarin ár, heldur verður það í Afurð (afurd.is) og reiknað með að það verði tilbúið um miðjan september.
Lesa meira