Fréttir

Þrjú ný ungnaut fædd 2019

Þá eru komnar upplýsingar um þrjú síðustu nautin úr 2019 árgangnum á nautaskra.net. Þetta eru þeir Samson 12060 frá Egilsstöðum á Völlum undan Stera 13057 og Dorrit 12019 Baldadóttur 06010, Binni 12064 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Bakkusi 12001 og Blesu 847 Bárðardóttur 13027 og Bússi 12066 frá Búvöllum í Aðaldal undan Stera 13057 og Mjólká 845 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Á garðabandinu – fræðslufundur fyrir sauðfjárbændur

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetrardag) verður boðið til fræðslufundar á Teams um eitt og annað sem tengist sauðburði. Fundurinn hefst kl 13:30. Árni B. Bragason mun fara yfir niðurstöður könnunar sem um 300 sauðfjárbú tóku þátt í nú í mars og hefur vinnuheitið, Fleiri lömb til nytja. Sigríður Ólafsdóttir kynnir hugmyndir að verkferlum á sauðburði fyrir einstök bú. Í framhaldinu er ætlunin að bjóða bændum aðstoð við gerð verkferla á sauðburði, sem byggja á forsendum hvers og eins.
Lesa meira

Sprotinn – jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim 7 árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars

Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,7 en árskýrnar voru að meðaltali 22,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.428,8 kg. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 504 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.655,6 árskúa á fyrrnefndum 504 búum var 6.376 kg eða 6.423 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 504 var 48,9.
Lesa meira

Flatgryfjur - Hönnun og verklag

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni um flatgryfjur, hönnun þeirra, vinnubrögð við heyskap og frágang gryfju eftir hirðingu. Tekið var mið af íslenskum aðstæðum og tóku 17 bú þátt í verkefninu.
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019

Helstu niðurstöður úr verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ fyrir árin 2017-2019 liggja nú fyrir og hafa allir þátttakendur fengið senda skýrslu með niðurstöðum fyrir sitt bú. Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2020 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða skráningu á folöldum. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina og athuga hvort allt er frágengið fyrir síðasta ár. Stóðhesteigendur eru minntir á að staðfesta fangskráningar sem hafa komið frá hryssueigendum í gegnum heimaréttina. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu árið 2021.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Öll tekin sýni farin til greiningar

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn RML unnið að DNA-sýnatökum úr íslenska kúastofninum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Í þessu skyni hefur verið farið á samtals 173 bú um allt land auk Nautastöðvarinnar á Hesti. Samtals voru tekin 4.125 vefjasýni úr kúm og 106 vefjasýni úr nautum auk þess sem 63 sæðissýni fóru til greiningar.
Lesa meira

Skeiðgensgreiningar

Þekkingarfyrirtækið Matís, Reykjavík, er u.þ.b. að setja af stað skeiðgensgreiningarvinnu; þ.e. greiningu hrossasýna m.t.t. skeiðgensarfgerða (AA-CA-CC). Að venju hefur heildarfjöldi greindra sýna, í sömu umferð, nokkur áhrif á verð, per sýni. Áhugasamir um skeiðgensgreiningu ræktunarhrossa sinna geta sett sig í samband við Pétur Halldórsson (petur@rml.is / S:862-9322), kjósi þeir að stökkva á vagninn í þessari umferð.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur skipað nýja stjórn RML. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri BÍ verður formaður nýrrar stjórnar en nýir aðalmenn í stjórn eru: Ásgeir Helgi Jóhannesson lögmaður Reykjavík, Baldur Helgi Benjamínsson bóndi Ytri Tjörnum, Gunnar Þórarinsson bóndi Þóroddsstöðum, Hrafnhildur Baldursdóttir bóndi, Litla Ármóti. Varamenn í stjórn:Hermann Ingi Gunnarsson, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
Lesa meira