Fréttir

Erfðamengisúrval: Sýni send til greiningar

Fyrstu sýni vetrarins voru send til greiningar hjá Eurofins í Danmörku í morgun. Um er að ræða 1.182 vefjasýni úr kúm sem safnað hefur verið hjá bændum og nautum fæddum 2018, 2019 og 2020 á Nautastöðinni á Hesti. Þá voru einnig send 63 sæðissýni úr eldri nautum sem ýmist fundust ekki við síðustu greiningar eða misfórust þá. Í þeim hópi er að finna gamla "matadora" sem eiga nokkra erfðahlutdeild í stofninum og því skiptir verulegu máli fyrir verkefnið að fá arfgerðargreiningu á þeim. Þarna má nefna gamalkunnug naut eins og Sorta 90007, Almar 90019, Soldán 95010, Font 98027 og Balda 06010.
Lesa meira

Hrútakosturinn kynntur á netinu

Þar sem ekki hefur verið hægt að halda hrútafundi með hefðbundnum hætti og fylgja þannig eftir útgáfu hrútaskrár þá er nú í boði kynning á netinu.  Hrútarnir eru kynntir líkt og tíðkast hefur á hrútafundum og gæðum þeirra lýst af ráðunautum RML.  Upptakan býður upp á það að hægt sé að hoppa með einföldum hætti á milli hrúta eða velja úr lista þá hrúta sem menn hafa mestan áhuga á að kynna sér.  Hrútaskráin er komin úr prentun.  Henni verður síðan dreift með mismunandi hætti eftir búnaðarsambandssvæðum.
Lesa meira

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna

Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og hafa tegundir sitt kjörsýrustig sem liggur á tilteknu bili pH-skalans. Á alþjóðavísu er of súr jarðvegur einn þeirra þátta sem hvað mest áhrif hefur á minnkaða uppskerugetu en það er aðallega vegna þess að aðgengi næringarefna í jarðvegi er háð sýrustigi.
Lesa meira

Hrútaskrá vetrarins 2020-21 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2020-21 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í lok næstu viku.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 509 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.622,6 árskúa á nefndum 509 búum var 6.479 kg eða 6.777 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 509 var 48,4.
Lesa meira

Snemmbúin áburðarkaup

Eitthvað er um að áburðasalar séu þessa dagana að bjóða áburð á verði frá því í vor og eru því sumir bændur að hugsa um áburðarkaup óvenju snemma. Mikilvægt er að huga vel að vali á áburðartegundum og magni þannig að áburðurinn nýtist sem best í samræmi við áburðarþarfir, uppskeruvæntingar og útgjöld.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals að fara af stað

Í september síðast liðnum var ráðstafað fjármunum úr samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar til frekari vinnu við verkefnið um erfðamengisúrval í íslenska kúastofninum. Verkefnið er unnið í samstarfi RML, Bændasamtaka Íslands, Landssamband kúabænda og Landbúnaðarháskóla Íslands og nú hefur ríkisvaldið, í gegnum framkvæmdanefnd búvörusamninga, einnig lagt því lið. Þessir fjármunir tryggja að hægt er að fara í frekari sýnatöku til stækkunar svokallaðs viðmiðunarhóps, það er stækka hann úr rétt um 8 þús. gripum í ríflega 12 þúsund gripi.
Lesa meira

Norrænt samstarf í útrás

Ráðunautaþjónustur og ábyrgðaraðilar skýrsluhalds í nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil unnið í sameiningu að því að þróa tæknilausnir til að auðvelda gagnaflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. RML sem ábyrgðaraðili skýrsluhalds og ræktunarstarfs hérlendis er þátttakandi í þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Kerfið sem kallast NCDX (Nordic Cattle Data Exchange) er þróað af Mtech í Finnlandi og er komið í notkun, m.a í Finnlandi og Noregi, og unnið hefur verið að því að búa til tengingar við mjaltaþjóna á Íslandi.
Lesa meira

Starfsdagar RML dagana 4. og 5. nóvember

Miðvikudaginn 4.nóvember og fimmtudaginn 5.nóvember verða starfsdagar RML haldnir. Fundirnir verða haldnir eftir hádegi, frá kl. 13-16 og á meðan þeim stendur verður skrifstofum og síma RML lokað. Opið verður samkvæmt venju frá kl. 9-12 á fimmtudeginum. Starfsdagar RML hafa síðustu ár verið haldnir víða um landið en að þessu sinni verða þeir rafrænir.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2020-21 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Skráin er með hefðbundnu sniði en auk umfjöllunar um reynd naut og holdanaut í notkun er að finna ýmislegt fræðsluefni í skránni. Þar má nefna greinar um frjósemi í íslenska kúastofninum og aðra um skyldleikarækt þar sem halda á penna ungir og upprennandi vísindamenn sem vonandi gera landbúnaðarfræði og búvísindi að sínu ævistarfi. Þetta eru þau Þórdís Þórarinsdóttir frá Keldudal í Skagafirði sem lauk meistaranámi við LbhÍ s.l. vor og Egill Gautason frá Engihlíð í Vopnafirði sem stundar nú doktorsnám í Árósum í Danmörku.
Lesa meira