Afkvæmahestar 2020

Stóðhestar sem hlutu afkvæmaverðlaun árið 2020 voru ellefu, þar af voru 6 hestar sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og 5 hestar sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skaginn frá Skipaskaga var efstur hesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og hlaut Orrabikarinn á Landsýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum 2020. Skýr frá Skálakoti stóð efstur heiðursverðlaunahesta á sömu sýningu og hlaut æðstu verðlaun sem stóðhestur getur hlotið í íslenskri hrossarækt, hinn eftirsótta Sleipnisbikar.

Samantekt um þá afkvæmahesta sem hlutu verðlaun árið 2020 má sjá í myndbandi: Afkvæmahestar til verðlauna 2020

Vert er að taka fram að mismæli eru í myndbandinu og er það leiðrétt hér með að Óskasteinn frá Íbishóli sé vissulega undan Ósk frá Íbishóli en ekki Brún og beðist er velvirðingar á þessum mismælum.

/okg