Fréttir

Móttaka kýrsýna hefst aftur mánudaginn 18. maí

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl eru nú sýnilegar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 11. maí 2020.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020 – Skráningar og sýningargjöld

Á næstu dögum verður tekið í notkun nýtt skráningakerfi fyrir kynbótasýningar. Það verður auglýst rækilega á heimasíðu RML og facebooksíðu þegar opnað verður fyrir kerfið. Skráningakerfið verður aðgengilegt hér á heimasíðu RML og forsíðu World Fengs, www.worldfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hross er skráð á kynbótasýningu. Hægt verður að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu.
Lesa meira

Síðustu fyrirlestrarnir í netfyrirlestraröð LOGN verkefnisins og upptökur á netinu

Nú líður að lokum þessarar lotu í netfyrirlestrum á vegum LOGN. Verkefnið hefur gengið mjög vel og hafa margir nýtt sér þann möguleika að tengjast fyrirlestrum í rauntíma og taka þátt í umræðunni. Við viljum benda þeim á sem ekki hafa náð að fylgjast með að fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp og er hluti af upptökum þegar komnir í birtingu.
Lesa meira

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi

Þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu sé fordæmalaust eins og við höfum heyrt ansi oft á síðustu vikum kemur vorið með fuglasöng og grænum grundum. Fyrstu folöldin fara að fæðast og því rétti tíminn til að rifja svolítið upp um skýrsluhaldið í hrossarækt. Í WorldFeng hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Það þýðir að frá og með þeim degi er ekki hægt að skrá það sem gerðist árið á undan.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 22. apríl og 24. apríl - tenglar

Við minnum á tvo áhugaverða netfyrirlestra nú á næstu dögum en þeir eru hluti af fyrirlestraröð LOGN verkefnisins. Miðvikudaginn 22. apríl kl. 13:00 Vistgerðir á landi, í fjörum og ferskvatni og tillögur á náttúruminjaskrá og  föstudaginn 24. apríl kl. 13:00   Fuglar og dýralíf. Fyrirlestrarnir eru í gegnum samskiptaforritið Teams og er frekar auðvelt að tengjast í gegnum uppgefna tengla hér á síðunni. Allir velkomnir.
Lesa meira

Fjósloftið: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum

Næsti fundur á Fjósloftinu verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Umræðuefnið að þessu sinni verður hjarðstýring á mjaltaþjónabúum og fyrirlesari er Jóna Þorunn Ragnarsdóttir. Allir velkomnir og að sjálfsögðu vonumst við til að hitta sem flesta á fjóslofti veraldarvefsins.
Lesa meira