Fréttir

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li NO74033 sem er faðir Draums-ET 18402 sem kom til notkunar í fyrra.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 7. ágúst

Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 17. til 21. ágúst, opnað var á skráningar 16. júlí. Sýningarnar verða að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu, á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 7. ágúst.
Lesa meira

 Hollaröð á yfirliti 31. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu þriðju dómaviku, miðsumars, á Gaddstaðaflötum. Yfirlitið hefst kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 17:30, föstudaginn 31. júlí (Ath. að hádegishlé er áætlað sem næst 11:30-12:30).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti 24.júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu annarrar dómaviku miðsumars á Gaddstaðaflötum. Yfirlitssýningin hefst kl. 08:00 og áætluð lok eru um kl. 17:40 föstudaginn 24. júlí.
Lesa meira

Yfirlitssýning viku 2 á Hellu

Yfirlit annarrar dómaviku miðsumarssýningar á Hellu fer fram föstudaginn 24. júlí og hefst kl. 08.00. Hefðbundin röð flokka. Nánari dagskrá verður birt hér á heimasíðunni þegar dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 23. júlí - hollaröðun

Hér má finna hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Hólum, fimmtudaginn 23.07.2020 - sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa

Undanfarin tvö ár hefur RML unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Með góðu liðsinni fagráðs í sauðfjárrækt og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram og bjóðum sauðfjárbændum enn og aftur að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra starfsfélaga sína. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag fagráðs gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Nú hefur verið opnað á skráningar á kynbótasýningar síðsumars. Að þessu sinni verða síðsumarssýningar á þremur stöðum, Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið má finna í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira

Yfirlitssýning, Hellu, 16. júlí

Yfirlitssýning fyrstu dómaviku miðsumars á Hellu hefst kl. 8:00, fimmtudaginn 16. júlí.
Lesa meira