Fréttir

Nýtt naut í hóp reyndra nauta

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í notkun næstu vikur en nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu var keyrt núna í september. Ákveðið var Flóði 15047 komi til dreifingar sem reynt naut. Aðrar breytingar á dreifingu reyndra nauta voru ekki gerðar en úr nautaskrá falla þeir Sjarmi 12090, Jörfi 13011, Hálfmáni 13022, Bárður 13027 og Ýmir 13051 vegna þess að sæði úr þeim er uppurið.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðinn ráðunautur í hrossarækt. Hún tekur við starfi af Þorvaldi Kristjánssyni sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins. Starfsstöð Elsu er í Reykjavík og er hægt að ná í hana í síma 5165059 og í gegnum netfangið elsa@rml.is
Lesa meira

Þórey Gylfadóttir komin til starfa

Lesa meira

Niðurstöður úr afurðaskýrslum nautgriparæktarinnar fyrir ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 517 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 107 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.015,1 árskýr á búunum 517 var 6.503 kg eða 6.798 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 517 var 48,4.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald og túnkortabreytingar

Bændur eru hvattir til að skrá og skila jarðræktarskýrsluhaldi í Jörð.is sem fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki er til 1. október. Rétt er að benda á að umsóknarkerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins verður ekki í Bændatorginu eins og undanfarin ár, heldur verður það í Afurð (afurd.is) og reiknað með að það verði tilbúið um miðjan september.
Lesa meira

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2020 sem búið var að skrá í gagnagrunninn 27. ágúst sl. eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís. Tekinn var saman listi yfir meðalfrjósemi dætra sæðishrúta vorið 2020 sem eiga dætur á fyrsta til fjórða vetri, þ.e. ær fæddar 2016-2019.
Lesa meira

Starf forritara hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira

Tökum hey- og jarðvegssýni

Það er mikilvægt að taka árlega heysýni og senda í efnagreiningu til að hafa í höndunum yfirlit um efnainnihald og gæði heyjanna. Á grunni niðurstaðnanna má svo skipuleggja fóðrun gripanna og sjá hvers konar kjarnfóður hentar með heyjunum og annað viðbótarfóður sem þarf til að bæta upp það sem vantar í heyin.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 21.ágúst - hollaröðun

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum hefst kl. 8:30 - hér má sjá hollaröðun
Lesa meira