Fréttir

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019, synir Sjarma 12090, Jörfa 13011 og Hálfmána 13022. Þessi naut eru Snafs 19039 frá Brúnastöðum í Flóa undan Sjarma 12090 og Vímu 938 Bakkusardóttur 12001, Kvóti 19042 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Sjarma 12090...
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars árið eftir fæðingarár en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi

Þessa dagana eru starfsmenn RML að taka og safna vefjasýnum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Búið er að taka 2.472 sýni á 98 búum þegar þetta er skrifað. Sýnatöku er lokið á Vesturlandi og í Rangárvalla- og Árnessýslum. Þá er sýnataka komin vel á veg í Húnavatnssýslum. Í næstu viku er ætlunin að klára sýnatöku þar ásamt Eyja- og Skagafirði og S-Þingeyjarsýslu. Veður og færð mun svo ráða því hvenær hægt verður að taka sýni á Austurlandi og Vestfjörðum sem vonandi verður þó innan skamms.
Lesa meira

Skráning á ræktun í gróðurhúsum

Nýverið bættist við möguleiki í Jörð.is fyrir skráningu á ræktun í gróðurhúsum. Þessi valmöguleiki kemur aðeins upp í viðmóti hjá þeim sem eru með skráð gróðurhús í fasteignaskrá. Skýrsluhaldið snýr að skráningum á ræktun, uppskeru, áburðargjöf og notkun varnarefna. Upplýsingarnar eru síðan dregnar saman í skýrslu sem gefur upplýsingar um flatarmál ræktunar á einstökum tegundum ásamt upplýsingum um uppskorið og selt magn. Til að njóta beingreiðslna A og B samkvæmt reglugerð um stuðning við garðyrkju nr 1273/2020 þarf að uppfylla skilyrði um fullnægjandi skýrsluhald í Jörð.is.
Lesa meira

Niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Niðurstöður úr öllum afkvæmarannsóknum frá framleiðsluárinu 2020 eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Að vanda er fjallað um niðurstöður hverrar afkvæmarannsóknar og vakin athygli á efstu hrútum. Þarna má því finna umfjöllun um 77 afkvæmarannsóknir á vegum bænda og 8 rannsóknir þar sem sæðingastöðvahrútar voru prófaðir. Helstu niðurstöður fyrir þá hrúta sem valdir voru á stöðvarnar í haust úr afkvæmarannsóknum hafa verið birtar í Hrútaskránni en hér má m.a. fræðast um keppinauta þeirra.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2020

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir mjólkurframleiðendur sem skiluðu upplýsingum, en þó mismiklum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 541 en á árinu 2019 voru þeir 556. Niðurstöðurnar sýna að 25.649,0 árskýr skiluðu 6.384 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar

Nú eru komnar upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019 og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Sjarma 12090, Hálfmána 13022 og Stera 13057 sem koma til dreifingar. Þessi naut eru Tindur 19025 frá Hvanneyri undan Sjarma 12090 og Syllu 1747 Klettsdóttur 08030, Gormur 19026 frá Sökku undan Sjarma 12090 og Gormu 1011 Baldadóttur 06010,
Lesa meira

Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu “Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa”. Fjallað var um ýmsar hliðar á lífrænni ræktun og umhverfismálum; jarðvegsgerðir og kolefnisbindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heilnæmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Samhljómur var í fyrirlesurum um að brýn þörf sé á betri nýtingu lífrænna úrgangsefna.
Lesa meira

DNA sýni hrossa

Vetrarmánuðir eru kjörtími til að sinna DNA-stroksýnatökum úr þeim hrossum sem stefnt er með í kynbótadóm að vori. Starfsmenn RML og dýralæknar vítt og breitt um landið annast stroksýnatökur og sýnin eru greind af þekkingarfyrirtækinu Matís í Reykjavík. Stroksýni eru tekin úr nösum örmerktra hrossa. Þá er einnig tilvalið fyrir eigendur ungra stóðhesta að huga að öllum forsendum DNA-ætternissönnunar í tíma.
Lesa meira