Fréttir

Villa í haustuppgjöri Fjárvís

Á næstu dögum munu notendur Fjárvís verða varir við breytingar í haustuppgjörum sínum þar sem öll haustuppgjör frá árinu 2015 verða endurreiknuð. Ástæðan er villa í kóðanum sem reiknar uppgjörið.
Lesa meira

Námskeið – gæðastýring í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar. Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Bjarni Sævarsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem tölvunarfræðingur á Fjármála- og tæknisviði og er í 100% starfshlutfalli. Starfsstöð hans er í Reykjavík. Við bjóðum Bjarna velkominn til starfa hjá RML. Síminn hjá Bjarna er 516-5000 og netfangið er bjarni@rml.is.
Lesa meira

Þríeykið í Borgarnesi vinsælast

Sauðfjársæðingavertíðin gekk vel í nýliðnum desembermánuði. Veðurfar var hagstætt til flutninga á sæði út um landið en oft hefur ófærð sett strik í reikninginn. Þá fékk hrútakosturinn góðar viðtökur og jukust sæðingar talsvert á milli ára. Útsendir skammtar frá sæðingastöðvunum voru samanlagt 37.297 talsins og fjölgar þeim milli ára um 6.044 skammta. Heldur fleiri skammtar voru sendir út frá Borgarnesi en frá Þorleifskoti þetta árið. Frá Borgarnesi voru sendir út 19.097 skammtar en Þorleifskot 18.200.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Plastnotkun í íslenskum landbúnaði

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun.
Lesa meira

Jólakveðja og opnunartími

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. 28. - 30. des. Opnum aftur á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2021. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Gangmáladagatal 2021-22

Gangmáladagatal fyrir 2021-22 er komið úr prentun og fer í dreifingu um eða rétt upp úr áramótum. Að venju verður þeim dreift með frjótæknum. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal við fyrstu sæðingar á nýju ári. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Áburðaráætlanir í jólabókaflóðinu

Ýmislegt skemmtilegt lesefni stendur mönnum til boða um þetta leiti árs nú sem endranær þó ekki komist allt á topplistana. Áburðasalar eru að gefa út sínar bækur um þessar mundir þar sem hægt er að fræðast um framboð áburðar næsta vors. Að mörgu er að hyggja þar sem úrvalið er fjölbreytt og útfærslur allnokkrar, auk þess sem áburður er stór kostnaðarliður fyrir bændur.
Lesa meira