Fréttir

Yfirlit á Hellu 21. ágúst

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum, föstudaginn 21. ágúst. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 15:30.
Lesa meira

Síðsumarssýningar kynbótahrossa

Í næstu viku verða haldnar þrjár síðsumarssýningar; á Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Hefjast þær sem hér segir: Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst kl. 8:00 mánudaginn 17. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 21. ágúst. Sýningin á Sörlastöðum hefst kl. 8:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 20. ágúst. Sýningin á Hólum hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlistssýningu föstudaginn 21. ágúst.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 509 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.586,0 árskúa á fyrrnefndum 509 búum var 6.494 kg eða 6.781 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 509 var 48,3.
Lesa meira

Vert að hafa í huga við fósturvísaflutning

Í vor var fósturvísum dreift til bænda og kom á dögunum fyrirspurn um leiðbeiningar við val á kúm til að setja fósturvísa upp hjá. Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga við slíkt val. Val á kúm: Kýr sem eru 3-8 ára eru heppilegastar, en þá er komin ákveðin reynsla á þær, þetta á sérstaklega við ef að kálfurinn gengur undir. Frjósamar kýr er lykilatriði. Kýr með kálf má nota. Rólegar kýr. Holdastig 6 er heppilegt fyrir holdakýr. Allar kýr þurfa að vera í jákvæðu orkujafnvægi.
Lesa meira

Angus-nautin Valur og Máttur komnir í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Val-ET 19402 og Mætti-ET 19404 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Valur-ET 19402 er undan Hovin Hauk NO74043 sem á ættir að rekja til ástalskra, kanadískra og bandarískra Angus-gripa. Máttur-ET 19404 er undan Horgen Erie NO74029 sem aftur var undan Horgen Bror NO55754 en hann rekur ættir til Kanada og Bretlands. Móðurfaðir þeirra beggja er First Boyd fra Li NO74033 sem er faðir Draums-ET 18402 sem kom til notkunar í fyrra.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 7. ágúst

Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 17. til 21. ágúst, opnað var á skráningar 16. júlí. Sýningarnar verða að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu, á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 7. ágúst.
Lesa meira

 Hollaröð á yfirliti 31. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu þriðju dómaviku, miðsumars, á Gaddstaðaflötum. Yfirlitið hefst kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 17:30, föstudaginn 31. júlí (Ath. að hádegishlé er áætlað sem næst 11:30-12:30).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti 24.júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu annarrar dómaviku miðsumars á Gaddstaðaflötum. Yfirlitssýningin hefst kl. 08:00 og áætluð lok eru um kl. 17:40 föstudaginn 24. júlí.
Lesa meira

Yfirlitssýning viku 2 á Hellu

Yfirlit annarrar dómaviku miðsumarssýningar á Hellu fer fram föstudaginn 24. júlí og hefst kl. 08.00. Hefðbundin röð flokka. Nánari dagskrá verður birt hér á heimasíðunni þegar dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira