Fréttir

Miðsumarssýningar 2021 - Hollaraðir

Nú á næstu vikum fara fram þrjár miðsumarssýningar. Tvær sýningar fara fram í vikunni 19.-23.júlí, ein á Gaddstaðaflötum og ein á Hólum og svo mun önnur sýning fara fram á Gaddstaðaflötum vikuna 25.-30.júlí.
Lesa meira

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands - Hollaröðun

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi fer fram laugardaginn 10. júlí og hefst kl. 10:30
Lesa meira

DNA sýnataka samhliða sauðfjárdómum

Pöntunarformið fyrir lambaskoðanir býður nú upp á, að samhliða sauðfjárdómunum er hægt að panta DNA sýnatöku. Þessi sýni verða send til greiningar hjá Matís. Fyrst og fremst er hér verið að horfa til arfgerðagreininga m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af sýnum fari í greiningu í lok september. Niðurstöður þeirra sýna ættu að liggja fyrir um miðjan október þannig að nýta megi upplýsingarnar við ásetningsvalið.
Lesa meira

Lambadómar - haustið 2021

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 16. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021 - Hollaröðun 9. júlí

Þá er fordómum lokið á kynbótahrossum á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi. Alls mættu 52 hross til dóms sem lauk fyrr í dag. Yfirlitssýning fer fram á aðalvellinum á morgun föstudag 9.júlí og hefst kl. 11:00 á 7 vetra og eldri hryssum.
Lesa meira

Tvær miðsumarssýningar falla niður - ónóg þátttaka

Vegna ónógrar þátttöku þá falla tvær miðsumarssýningar niður. Það er sýning sem vera átti á Fljótsdalshéraði 15.-16. júlí og sýning I á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 12.-16. júlí. Bætt hefur verið við degi á Hellusýningu III á Gaddstaðaflötum og bætist þar við sunnudagurinn 25. júlí. Hollaröðun fyrir sýningu II á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19.-23. júlí kemur inn á heimasíðuna í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 12. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi - Dagskrá kynbótahrossa

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11.júlí. Mótið hefst með reiðdómi á fjögurra vetra hryssum kl 10:00 þann 7. júlí. Kynbótahrossin sem eru skráð til leiks eru 62.
Lesa meira

Miðsumarssýningar -Minnum á síðasta skráningardag 2. júlí.

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 2. júlí á miðsumarssýningar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Gerð er undantekning á þessu fyrir sýninguna á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði en þar verða að nást 15 skráningar svo sýning verði haldin.
Lesa meira

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039,
Lesa meira