Muninn 16-840 felldur vegna gulrar fitu
29.10.2021
|
Ákveðið hefur verið að fella hrútinn Muninn 16-840 frá Yzta-Hvammi þar sem mjög sterkar vísbendingar eru um að hann beri erfðagalla sem tengist gulri fitu í lambakjöti. Þessi erfðagalli er þekktur í stofninum en sem betur fer er langt síðan að hann hefur komið fram í afkvæmum sæðingastöðvahrúts. Gul fita er fyrst og fremst galli sem gerir ásýnd kjötsins ólystugari og slíkir skrokkar eru því ekki spennandi söluvara.
Lesa meira