Fréttir

Muninn 16-840 felldur vegna gulrar fitu

Ákveðið hefur verið að fella hrútinn Muninn 16-840 frá Yzta-Hvammi þar sem mjög sterkar vísbendingar eru um að hann beri erfðagalla sem tengist gulri fitu í lambakjöti. Þessi erfðagalli er þekktur í stofninum en sem betur fer er langt síðan að hann hefur komið fram í afkvæmum sæðingastöðvahrúts. Gul fita er fyrst og fremst galli sem gerir ásýnd kjötsins ólystugari og slíkir skrokkar eru því ekki spennandi söluvara.
Lesa meira

DNA-sýnataka úr öllum kvígum um næstu áramót

Fyrirhugað er að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt um næstu áramót. Fyrirkomulagið verður þannig að sýnataka verður í höndum bænda sjálfra þannig að hún fer fram um leið og merki eru sett í kvígurnar. Unnið er að því að hægt verði að panta merki með sýnaglösum.
Lesa meira

Hrútaskrá 2021-2022

Vinna við hrútaskrá 2021-2022 stendur nú yfir og stefnt er á útgáfu hennar um miðjan nóvember. Í vikunni komu hópur ráðunauta saman til að skrifa lýsingar á nýjum hrútum sem sæðingastöðvarnar hafa keypt í sumar og haust. Upplýsingar um lifandi hrúta stöð hafa verið uppfærðar í Fjárvís og áhugasamir sauðfjárbændur geta byrjað að kynna sér upplýsingar um hrútanna þar til hrútaskráin kemur út.
Lesa meira

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2021-22 mun koma úr prentun nú í vikunni og verður því væntanlega dreift til kúabænda í næstu viku. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll reynd naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi, grein um kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum eftir Auði Ingimundardóttur, grein um sæðingar holdakúa eftir Ditte Clausen auk þess sem Egill Guatson veltir fyrir sér verndargildi íslenska kúastofnsins.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Á næstu dögum hefst vinna við hrútaskrá fyrir komandi vetur. Einn partur þeirrar vinnu er að uppfæra kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba þannig að gögn frá haustinu 2021 nái inní útreikning. Sauðfjárbændur er hvattir til að lesa inn sláturgögn og yfirfara sláturskrár hjá sér í Fjárvís ef einhver númer hafa verið rangt lesin hjá sláturhúsi vilji þeir að gögnin á þeirra búi séu rétt þegar gagnaskrá vegna vinnu kynbótamats verður útbúin fyrrihluta næstu viku.
Lesa meira

Væntanlegar verðhækkanir á áburði – hvað er til ráða?

Flest bendir til þess að verð á áburði muni hækka umtalsvert milli ára á næstu mánuðum og þá einkum verð á köfnunarefni. Það eru einnig blikur á lofti varðandi hvort áburðarsalar muni geta annað eftirspurn eftir áburði hér á landi. Bændur og einnig stjórnvöld þurfa því að vera vakandi fyrir þróun mála á næstu misserum.
Lesa meira

Áhugavert málþing að baki

Í gær stóðu RML og VOR fyrir málþingi um lífræna ræktun á Selfossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice í Danmörku hélt þar erindi annars vegar um helstu þætti sem huga þarf að í lífrænni ræktun auk þess sem hann fjallaði um þróun lífrænnar ræktunar í Danmörku. Þau Eiríkur Loftsson og Þórey Gylfadóttir, ráðunautar RML, fjölluðu svo um mikilvægi búfjáráburðar og belgjurta.
Lesa meira

Málþing um lífræna ræktun í framkvæmd

RML og Vor-verndun og ræktun standa fyrir málþingi um lífræna ræktun með áherslu á matjurtir fimmtudaginn 21. október kl. 10:00 til 16:00 á Hótel Sefossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice segir frá lífrænni ræktun og þróun hennar í Danmörku. Þórey Gylfadóttir RML segir frá nýtingu belgjurta og Eiríkur Loftsson RML fjallar um nýtingu og virði húsdýraáburðar.
Lesa meira

Málefni hrossaræktar og hestamanna - Fundarferð um landið

Almennir fundir um málefni hrossræktarinnar og félagsstarfsins verða haldnir um landið þegar Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML verða á ferðinni. Helstu málefni sem tekin verða fyrir eru breytingar á félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, sýningarárið 2021 og helstu niðurstöður þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum september, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru um miðjan dag þann 11. október. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 486 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.971,0 árskýr á búunum 486 var 6.380 kg eða 6.315 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 49,3.
Lesa meira