Fagþing nautgriparæktarinnar með breyttu sniði

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Í stað staðarfundar verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fundirnir verða á mánudögum frá kl. 12.00-12.30 utan að fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars. Til umfjöllunar verða málefni sem varða nautgriparæktina miklu núna og má þar nefna merkingamál, nýtingu áburðar og kölkun, áhrif sláttutíma, kynbótastarfið og afkomu greinarinnar. Dagskráin er eftirfarandi:

15. mars : Innleiðing nýrra lífsýnamerkja í nautgriparækt - Guðmundur Jóhannesson, RML

21. mars: Bútækninýjungar með áherslu á nýtingu tilbúins áburðar og búfjáráburðar  – Sigtryggur Veigar Herbertsson, RML

28. mars: Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023 – Runólfur Sigursveinsson, RML

4. apríl: Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu – Þórdís Þórarinsdóttir, RML

11. apríl: Áhrif umhverfis á útskilnað niturs á kúamjólk – Guðrún Björg Egilsdóttir, BÍ

Páskafrí

25. apríl: Kölkun jarðvegs og nýting mismunandi hráefna til þess með áherslu á innlend hráefni - Snorri Þorsteinsson, RML

2. maí: Árif sláttutíma á uppskeru og endingu eftirsóttra túngrasa fyrir kúabú  – Þóroddur Sveinsson, LbhÍ

Hlekkir fyrir fundina verða settir in á fagþingssíðuna jafnóðum og þeir eru tilbúnir auk þess sem þeir verða auglýstir/birtir skömmu fyrir hvern fund.

Sjá nánar:

Fagþing nautgrgiparæktarinnar 2022