Fréttir

Yfirlit á Hellu 20. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 20. ágúst og hefst kl. 8:00; hefðbundin röð flokka. Hollaröð yfirlits birt svo fljótt sem verða má að afloknum dómum fimmtudags.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 19. ágúst

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Hólum í Hjaltadal fer fram á morgun fimmtudaginn 19.ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:30 á flokki 7 vetra og eldri hryssna. Alls mættu 90 hross til dóms og eru 79 hross sem mæta á yfirlitssýningu og skiptast í 29 holl. Áætlað er að yfirlitssýningu ljúki um kl. 15:30.
Lesa meira

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.
Lesa meira

Holaröð yfirlit á Sörlastöðum 17.08.

Yfirlitssýning á Sörlastöðum hefst kl. 9:30 stundvíslega. Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

„Sumri hallar, hausta fer“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 16. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - aukamiðssumarssýning á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning á aukasýningu á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 13.08. og hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð fyrir Sörlastaði og Gaddstaðaflatir

Hollaröð fyrir kynbótasýningarnar á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu hafa verið birtar. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 16. ágúst kl. 9:30 á Sörlastöðum en þar eru einungis 22 hross skráð til sýningar. Þeirri sýningu lýkur með yfirlitssýningu þriðjudaginn 17. ágúst. Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 16. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu 20. ágúst. Alls eru 119 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 493 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 118 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.307,6 árskúa á búunum 489 var 6.359 kg eða 6.394 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Staða á geymslurými búfjáráburðar á kúabúum

Þessa dagana vinnur RML að verkefni sem snýr að því að fá yfirlit yfir stöðu geymslurýma og meðhöndlunar búfjáráburðar á kúabúum. Verkefnið er unnið fyrir stjórnvöld en það er einnig vilji búgreinarinnar að fá upplýsingar um hvort og þá hvaða tækifæri kunna að vera fólgin í bættri nýtingu búfjáráburðar og í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hauggeymslum.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal 16.-19.ágúst

Dómar hefjast stundvíslega kl.12:00 mánudaginn 16.ágúst og fer yfirlitssýning fram fimmtudaginn 19.ágúst. Til dóms eru skráð 88 hross sem skiptast í 8 holl. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega og viljum við ítreka fyrir þeim og eigendur að huga að sóttvarnarreglum sem eru í gildi og gæta vel að persónulegum sóttvörnum.
Lesa meira