Fréttir

Hollaröð á yfirliti á Sörlastöðum 11.júní

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Sörlastöðum föstudaginn 11.júní Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 11.júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 11. júní og hefst kl. 8:00. Áætluð lok um kl. 17:00. Hollaröð má nálgast hér.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Jarlsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 46 ár. Sigurður hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri árið 1975. Hann starfaði sem ráðunautur alla tíð eftir það hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða, síðar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013. Starfsfólk RML þakkar Sigurði gott samstarf og góða viðkynningu.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 14.-18. júní

Seinni kynbótasýning vorsins á Hólum í Hjaltadal fer fram 14.-18. júní. Til dóms eru skráð 115 hross og munu dómar hefjast samkvæmt áætlun mánudaginn 14. júní kl. 8:00 Hollaröðun má sjá með því að smella hér.
Lesa meira

Nýir hrútar bætast í hóp sæðingastöðvahrúta

Nú í vor, voru valdir 9 nýir hrútar fyrir sæðingastöðvarnar. Hér er aðallega verið að horfa til hrúta sem eru komnir með talsverða reynslu og flestir þeirra farnir að sanna sig eitthvað sem ærfeður. Í þessum hópi eiga því að vera mjög spennandi alhliða kynbótahrútar. Fleiri hrútar verða síðan valdir í haust þegar niðurstöður afkvæmarannsókna liggja fyrir.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar miðvikudaginn 9. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir dagana 14.-18. júní - Hella og Hafnarfjörður

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 24 eru tilbúnar. Sýningar fara fram á Gaddstaðaflötum á Hellu og Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 14.-18. júní.
Lesa meira

Fræðsluefni fyrir holdagripabændur

Undanfarinn misseri hefur RML unnið fræðsluefni fyrir holdagripabændur. Í fræðsluheftinu má meðal annars finna efni um beitarskipulag, fráfærur, val á ásetningsgripum og fengitíð. Vegna Covid takmarkana hefur ekki verið mögulegt að halda kynningafund eins og áætlað var. Skipulagðir fundir munu væntanlega fara fram í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir viku 23 - Akureyri, Gaddstaðaflatir, Sörlastaðir

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 23 eru klárar. Sýningar fara fram á Akureyri, Gaddstaðaflötum og Sörlastöðum
Lesa meira

Umgjörð kynbótasýninga / Vegvísir 2021

Nú líður brátt að því að fyrstu kynbótasýningar ársins 2021 hefjist á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á umgjörð sýninganna, regluverki, meðalgildum mældra eiginleika 2020, vægi dæmdra eiginleika, leyfilegum búnaði (beislabúnaði, vali múla, hófhlífum o.s.frv.), leiðara dómara eða hverju því sem fólki gæti dottið í hug að spyrja um, þá má nálgast Vegvísi við kynbótadóma 2021 í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira