Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í febrúar

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 482 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.114,2 árskúa á búunum 482 reyndist 6.350 kg eða 6.364 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Sýnabox komin í dreifingu til bænda

Á næstu dögum verður sýnaboxum dreift með mjólkurbílunum til allra mjólkurframleiðenda á landinu. Um er að ræða glært box sem mælst er til að fest verði upp í mjólkurhúsinu á aðgengilegum stað fyrir mjólkurbílstjórana. Í boxin á síðan að setja DNA-sýnaglös eftir töku sýna og mjólkurbílstjórar safna þeim síðan jafnharðan.
Lesa meira

Síðasti skiladagur umsókna um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt er 15. mars

RML minnir sauðfjárbændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Nýting á lífrænum úrgangi við ræktun - Kynningarfundir á tímabilinu 29. mars til 12. apríl

Það er orðið áhyggjuefni hjá mörgum að áburðarverð er á hraðri uppleið og það sér ekki fyrir endann á verðhækkunum. Brýnt er að finna nýjar leiðir til að nýta sem best næringarefni og þá sérstaklega þau sem til falla í landinu. Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi - hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélagslegur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á úrgangi og að jafnaði er ávinningurinn lítill.
Lesa meira

Upptökur og streymi af kynbótasýningum RML

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og ALENDIS um streymi og upptökur frá kynbótasýningum sumarið 2022 og möguleika á framlengingu fyrir sumarið 2023. Allar kynbótasýningar vor/sumar 2022 verða því aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðgang að við val á hrossum til undaneldis. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta verkfæri sem dregur saman allar tiltækar tölulegar upplýsingar frá kynbótadómum allra hrossa í stofninum í heildarniðurstöðu um gildi hrossa til framræktunar. Gildið ræðst af röðun hrossa út frá því hversu mikils er að vænta að þau geti lagt af mörkum í ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Nautgripamerki til DNA-sýnatöku frá Bjargi komin í sölu

Innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt miðar áfram. Einn liður í því er sýnataka úr kvígum en til þess að úrvalið virki er áframhaldandi og víðtæk sýnataka nauðsynleg. Fyrstu niðurstöður úr rannsóknum sýna að við náum ekki nægri framfaraaukningu nema fyrir arfgerðargreinda gripi. Það þýðir að við þurfum að taka sýni úr sem allra flestum kvígum. Sýnatakan mun nú færast í hendur bænda og verða með þeim hætti að sýni er tekið um leið og merki er sett í kvíguna. Til þess þarf sérstök merki með áföstu sýnatökuglasi. Nú er orðið hægt að panta þessi merki inn á MARK eða bufe.is. Nú standa til boða merki frá tveimur framleiðendum en það eru AgroTag í Danmörku og OS ID í Noregi en sem kunnugt er sér Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur um sölu og dreifingu á þeim hérlendis.
Lesa meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Fundist hafa þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð. Þar með er vitað um 9 lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur eru á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu. Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2014 og 2015 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2014 og 2015, voru veittar við lok Búgreinaþing kúabænda í gær, föstudaginn 4. mars 2022. Besta nautið í árgangi 2014 var valið Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi og Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði besta nautið í árgangi 2015. Ræktendur Hæls 14008 eru þau Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson heitinn og tók Bolette við viðurkenningunni, ásamt dætrum þeirra Sigurðar, úr hendi Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur formanns Deildar kúabænda. Ræktendur Tanna 15065 eru þau Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónasson og tók Guðrún Eik við viðurkennningunni.
Lesa meira