Fréttir

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

Nýr kynbótamatsútreikningur í WorldFeng

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 465.461 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 34.499 kynbótadómar og skiptist eftir löndum:
Lesa meira

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 499 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 121 bús þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.798,2 árskúa á búunum 499 reyndist 6.362 kg eða 6.478 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Haustskýrslur

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk.  Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur. Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.
Lesa meira

Fundum um nautgriparæktun frestað

Í ljósi hertra aðgerða vegna COVID faraldursins hafa RML og kúabændadeild BÍ ákveðið að fresta fundum um nautgriparæktun sem vera áttu á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember í Ljósheimum, Skagafirði og á Stóra Ármóti, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Nýjar fundardagsetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár hafa afkvæmarannsóknir sem bændur setja upp sjálfir á sínu heimabúi verið styrktar af fagfé í sauðfjárræktinni. Styrkurinn í ár er áætlaður 5.000 kr. á hvern veturgamlan hrút. Það eina sem bændur þurfa að gera er í raun að ganga frá afkvæmarannsókninni í Fjárvís og senda síðan póst á ee@rml.is (eða aðra sauðfjárræktaráðunauta RML) og tilkynna að þetta sé klappað og klárt. Miðað hefur verið við að menn sendi tilkynningu um þetta fyrir 15. nóvember. Tilkynningar sem koma eftir það verða teknar góðar og gildar út nóvember. Hinsvegar ef umfangið verður meira en svo að hægt verði að styrkja allar rannsóknir að fullu verða þeir í forgangi sem hafa gengið frá sínum gögnum fyrir 15. nóvember.
Lesa meira

Umræðufundir fyrir nautakjötsframleiðendur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands bjóða nautakjötsframleiðendum til umræðufunda. Fulltrúar RML kynna efni úr bæklingnum „Holdagriparækt“ sem birtur var á heimasíðu RML s.l. vor. Höskuldur Sæmundsson af markaðssviði BÍ kynnir efni úr nýja bæklingnum „Íslensk gæðanaut – framleiðsla og meðhöndlun“ sem gerður var í tengslum við Íslenskt gæðanaut.
Lesa meira

RML auglýsir eftir ráðgjafa á rekstrar- og umhverfissvið

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starfar með ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði, vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur, vinna við rekstrargreiningar í búrekstri, þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
Lesa meira

Muninn 16-840 felldur vegna gulrar fitu

Ákveðið hefur verið að fella hrútinn Muninn 16-840 frá Yzta-Hvammi þar sem mjög sterkar vísbendingar eru um að hann beri erfðagalla sem tengist gulri fitu í lambakjöti. Þessi erfðagalli er þekktur í stofninum en sem betur fer er langt síðan að hann hefur komið fram í afkvæmum sæðingastöðvahrúts. Gul fita er fyrst og fremst galli sem gerir ásýnd kjötsins ólystugari og slíkir skrokkar eru því ekki spennandi söluvara.
Lesa meira