Fréttir

Síðsumarssýningar - Minnum á síðasta skráningardag 9. ágúst

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á síðsumarssýningar til miðnættis mánudaginn 9. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 29. júlí kl. 14.00 - Hollaröðun

Yfirlitssýning breyttrar seinni viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 29. júlí og hefst stundvíslega kl. 14:00. Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð yfirlits. Áætluð lok um kl. 17:15-17:30
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 vaknaði sú hugmynd að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð til þeirra lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Þá var þegar í gangi verkefni sem tengdist rekstri á kúabúum auk verkefnis tengt afkomuvöktun á sauðfjárbúum og því eðlilegt og nauðsynlegt að skoða einnig stöðu nautakjötsframleiðenda.
Lesa meira

Uppfærð frétt vegna yfirlits á Gaddstaðaflötum fimmtudaginn 29. júlí - yfirlit hefst kl. 14.00

Þar sem margir sýnendur eru að fara í Covid 19 sýnatöku í dag þá hefur verið ákveðið að yfirlitssýningin hefjist kl. 14.00 fimmtudaginn 29. júlí til að gefa fólki tíma til að bíða eftir niðurstöðum.
Lesa meira

Tilkynning vegna kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu sem stöðvuð var 27.júlí vegna gruns um Covid smit

Ákveðið hefur verið að hætta öllum ​forskoðunardómum á miðsumarssýningu á Hellu III. Yfirlitssýning fyrir þau hross sem hafa hlotið dóm á Hellu III verður haldin á morgun, fimmtudaginn 29 júlí og hefst hún klukkan 14:00.
Lesa meira

Hlé á miðsumarssýningu á Hellu vegna Covid smita

Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum, verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum föstudag 23. júlí - Hollaröðun

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 23. júlí og hefst kl. 8:00 Alls mættu 123 hross til dóms og 111 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 17:20 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 22. júli - Hollaröðun á miðsumarssýningu

Yfirlitssýning fer fram á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 22. júlí og hefst kl. 9:00 Alls mættu 44 hross til dóms og 37 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 12:00 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar Hellu seinni vika

Þá er hollaröðun fyrir miðsumarssýningu Hellu seinni vikuna þetta sumarið klár og mun sýningin hefjast sunnudaginn 25.júlí og yfirlitssýning mun fara fram föstudaginn 30.júlí.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM
Lesa meira