Fréttir

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni sauðfjárbænda

Um er að ræða framhald á verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þá tóku 44 sauðfjárbú þátt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015 en þátttökubúum hefur fjölgað og skiluð 100 sauðfjárbú inn gögnum fyrir rekstrarárið 2019. Á árinu 2019 svaraði framleiðsla þessara búa til 13,8% af innlögðu dilkakjöti það ár. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Lesa meira

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2021 eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís.
Lesa meira

Skráningar á fangi

Rétt er að minna á mikilvægi þess að skila inn staðfestingu um veru hryssu hjá stóðhesti hvort sem niðurstaða sónarskoðunar er ljós eða ekki. Eigendur stóðhesta geta skráð þessa niðurstöður sjálfir í sinni heimarétt eða sent inn stóðhestaskýrslur til RML. Hryssueigendur geta líka skráð þessar upplýsingar inn í sinni heimarétt en skráning verður ekki gild nema eigandi stóðhestsins samþykki hana.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst - Hollaröð

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlits síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum, sem fram fer á morgun, föstudaginn 20. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00 en áætluð lok um kl. 17:15-17:30.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 20. ágúst og hefst kl. 8:00; hefðbundin röð flokka. Hollaröð yfirlits birt svo fljótt sem verða má að afloknum dómum fimmtudags.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 19. ágúst

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Hólum í Hjaltadal fer fram á morgun fimmtudaginn 19.ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:30 á flokki 7 vetra og eldri hryssna. Alls mættu 90 hross til dóms og eru 79 hross sem mæta á yfirlitssýningu og skiptast í 29 holl. Áætlað er að yfirlitssýningu ljúki um kl. 15:30.
Lesa meira

Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna á Vesturlandi verður að veruleika

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.
Lesa meira

Holaröð yfirlit á Sörlastöðum 17.08.

Yfirlitssýning á Sörlastöðum hefst kl. 9:30 stundvíslega. Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

„Sumri hallar, hausta fer“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 16. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira