Fréttir

Áhugavert málþing að baki

Í gær stóðu RML og VOR fyrir málþingi um lífræna ræktun á Selfossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice í Danmörku hélt þar erindi annars vegar um helstu þætti sem huga þarf að í lífrænni ræktun auk þess sem hann fjallaði um þróun lífrænnar ræktunar í Danmörku. Þau Eiríkur Loftsson og Þórey Gylfadóttir, ráðunautar RML, fjölluðu svo um mikilvægi búfjáráburðar og belgjurta.
Lesa meira

Málþing um lífræna ræktun í framkvæmd

RML og Vor-verndun og ræktun standa fyrir málþingi um lífræna ræktun með áherslu á matjurtir fimmtudaginn 21. október kl. 10:00 til 16:00 á Hótel Sefossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice segir frá lífrænni ræktun og þróun hennar í Danmörku. Þórey Gylfadóttir RML segir frá nýtingu belgjurta og Eiríkur Loftsson RML fjallar um nýtingu og virði húsdýraáburðar.
Lesa meira

Málefni hrossaræktar og hestamanna - Fundarferð um landið

Almennir fundir um málefni hrossræktarinnar og félagsstarfsins verða haldnir um landið þegar Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML verða á ferðinni. Helstu málefni sem tekin verða fyrir eru breytingar á félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, sýningarárið 2021 og helstu niðurstöður þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum september, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru um miðjan dag þann 11. október. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 486 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.971,0 árskýr á búunum 486 var 6.380 kg eða 6.315 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 49,3.
Lesa meira

Nýtt reynt naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 og Sjúss 15048 úr dreifingu en notkun á þeim er orðin lítil. Nautsfeður verða áfram þeir sömu og síðustu vikur utan það að Jónki 16036 bætist í þann hóp eftir umtalsverða hækkun í mati.
Lesa meira

Litaglaðir félagar

Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá Guðbjörgu Albertsdóttur, Skíðabakka I í Landeyjum. Þarna má sjá litaglaða félaga safna kröftum fyrir komandi vinnutörn.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 500 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.598,7 árskúa á búunum 500 var 6.363 kg eða 6.473 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Nú hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurð.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að bændur hafi skilað fullnægjandi jarðræktarskýrslu í Jörð.is þar sem fram koma upplýsingar um ræktun, uppskeru og áburðargjöf.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Í þessari viku verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 16. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn (sjá tengil hér neðar) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar funda

Þessa dagana eru sauðfjárdómarar að undirbúa sig fyrir haustverkin en samráðsfundir eru haldnir á fjórum stöðum á landinu. Myndin sem hér er birt var tekin síðast liðinn mánudag í fjárhúsinu á Stóra-Ármóti. Smalamennskur hefjast víða um næstu helgi og vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir smölum. Alltaf jafnspennandi að sjá hvernig fé kemur af fjalli!
Lesa meira