19.04.2022
|
Sigríður Ólafsdóttir, Sigtryggur Veigar Herbertsson og Eiríkur Loftsson
Ýmsir þættir viðkomandi dreifingu tilbúins áburðar hafa áhrif á hve góð nýting hans verður, m.a. tímasetning dreifingar, aðstæður og ýmis atriði varðandi áburðardreifarann og notkun hans. Almennt er talið að besti dreifingartími tilbúins áburðar á vorin sé í byrjun gróanda þegar orðið er sæmilega þurrt um. Raki í jarðvegi er mikilvægur til þess að áburðarkornin renni út. Sé hann nægur kemur ekki að sök að dreifingin dragist eitthvað en mikilvægt er að missa ekki af rakanum í þurrum vorum.
Lesa meira