Fréttir

Líklega hefur enginn sæðingastöðvahrútur borið ARR arfgerð

Það er óhætt að segja að heimsmyndin hafi breyst við það að fundist hafi hér kindur sem bera hina svokölluðu ARR arfgerð príonpróteinsins eða með öðrum orðum að breytileikinn sem táknaður er sem R fannst í sæti 171. Búið var að leita markvist að þessari arfgerð fyrir aldamótin í rannsókn sem gerð var á Keldum. Í framhaldi af þessum rannsóknum er farið að skoða sæðingahrútana skipulega og þeir greindir og niðurstaðan birt m.a. í hrútaskrá. Á árunum 1999 til 2003 var þó aðeins leitað í sætum 136 og 154, þar sem áhættuarfgerðin og lítið næma arfgerðin finnst,
Lesa meira

1. febrúar nálgast – Ert þú búinn að panta arfgerðargreiningu fyrir þínar kindur?

Þeir sem hafa hug á því að vera með í átaksverkefninu – riðuarfgerðargreiningar 2022, þurfa að panta í síðasta lagi 1. febrúar til að eiga möguleika á því að fá úthlutaðar niðurgreiddar arfgerðargreiningar. Það er Þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar sem styrkir þetta verkefni og gerir það mögulegt að hægt sé að bjóða hverja greiningu á 850 kr án vsk.
Lesa meira

Hýsingin fyrir dkBúbót uppfærð

Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2021

Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar hafa nú birst á vef okkar og einnig í Bændablaðinu. Hér fylgja greinarnar sem þar birtust lítið breyttar, um mjólkurframleiðsluna fyrst en um kjötframleiðsluna á eftir.
Lesa meira

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Að loknu ársuppgjöri nautgriparæktarinnar var keyrt nýtt kynbótamat og að þessu sinni var um nokkra tímamótakeyrslu að ræða. Í fyrsta skipti var allt mat keyrt í einu ferli í einu og sama forritinu sem að styttir keyrslutíma mikið og flýtir ferlinu. Um leið voru gerðar ákveðnar breytingar sem hafa tiltölulega lítil áhrif en einhver í einstaka tilvikum.
Lesa meira

Betri nýting áburðar - betri afkoma

Nú liggur fyrir að mikil hækkun er á áburðarverði milli ára. Kaup á tilbúnum áburði hafa verið stærsti einstaki kostnaðarliðurinn á sauðfjárbúum og sá næststærsti á kúabúum og því verður þessi hækkun mjög íþyngjandi fyrir rekstur þessara búa sem og annarra sem þurfa að heyja í bústofninn. Ekki er víst að öll bú geti brugðist við með því að minnka áburðarkaup sem neinu nemur án þess að uppskera af heyi dragist saman. Í einhverjum tilvikum er það þó sennilega hægt og verða hér nefnd nokkur atriði sem velta má fyrir sér í því sambandi.
Lesa meira

Móttaka pantana hafin í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu

Hér á heimasíðunni er búið að opna fyrir pantanir í átaksverkefni í arfgerðagreiningum á sauðfé. Hér á vefnum og í næsta Bændablaði verður haldið áfram að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið sem gengur út á að skoða í 6 sæti á príongeninu (sæti: 136, 137, 138, 151, 154 og 171). Í þessum pistli er að finna leiðbeiningar um hvað menn ættu að hafa í huga þegar þátttaka er undirbúin og ákvörðun tekin um hvaða gripi eigi að taka sýni úr og úr hversu mörgum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2022 - sýningaráætlun

Sýningaráætlun fyrir kynbótasýningar árið 2022 hefur verið birt á heimasíður RML. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar sem alltaf geta orðið. Við horfum bjartsýn fram á veginn og reiknum með góðri þátttöku og vonum að sýningarvikurnar nýtist sem best. Það er nokkuð ljóst að mikil eftirvænting ríkir meðal hestamanna fyrir landsmóti á Gaddstaðaflötum dagana 3. til 10. júlí. Opnað verður á skráningar um mánaðamótin apríl/maí en það verður kynnt frekar þegar nær dregur.
Lesa meira

Verndandi arfgerðin ARR fundin

Straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki – Fundin er hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé. Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri.
Lesa meira

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki. RML, Keldur, Karólína í Hvammshlíð og hópur ótrúlega áhugasamra erlendra vísindamanna hafa komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll þessi vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni.
Lesa meira