Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum er nú í fullum gangi. Fyrsta sending með sýnum er nú á leið til greiningar í Þýskalandi. Í þeirri sendingu eru sýni úr um 2.700 kindum. Aðalega eru þetta sýni úr kindum í Tröllaskagahólfi og Skagahólfi. Fyrstu niðurstöður eru væntanlegar eftir 2 til 3 vikur. Munu bændur fá tilkynningu í tölvupósti þegar þær verða komnar.
Eins og er, er beðið eftir meira af sýnatökuefni, töngum og hylkjum til að dreifa til bænda þar sem lagerinn er nánast tómur. Búið er að senda út til bænda um 10.000 sýnatökuhylki. Næsta sending af sýnatökuefni er væntanlega í dag og verður þá haldið áfram við að útdeila efninu, en það er gert frá Sauðárkróki. Allir bændur verða látnir vita þegar sýnatökuefnið þeirra er klárt til afhendingar og hvar það afhendist. Þó megnið af sýnatökuefninu komi núna er það ekki allt og því mun þetta áfram verða tekið í skrefum.
Í þeim tilfellum þar sem bændur hafa óskað eftir þjónustu við að taka sýnin þá verður haft samband við bændur með góðum fyrirvara.
Um leið og bændur hafa tekið sýnin er um að gera að skila þeim inn til næstu starfsstöðvar RML eða samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar eru þegar sýnaefnið er afhent.
Sýni verða flutt út nokkuð reglulega næstu vikurnar. Ef nægilegur fjöldi sýna hefur skilað sér inn eftir næstu helgi er gert ráð fyrir að næsta sending fari út um miðja næstu viku og síðan er gert ráð fyrir að senda stóra sendingu út 1. mars.