Fréttir

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Hrútaskrá – Netkynning

Þar sem engir „hrútafundir“ verða haldnir í ár var ákveðið að leika sama leikinn og í fyrra. Það er að birta á netinu kynningu á hrútunum þar sem ráðunautar fara yfir hrútaskránna í léttu spjalli. Það eru þeir Eyþór Einarsson, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Lárus G. Birgisson sem fara hér yfir hrútakost sæðngastöðvanna 2021 til 2022.
Lesa meira

Hryssur og hestar með verðlaun fyrir afkvæmi 2021

Alls hlutu 8 hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs.    Hérna fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.
Lesa meira

Hrossaræktin 2021 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 28 nóvember og byrjar klukkan 13:00. Ráðstefnunni verður streymt og sér Alendis um þá útsendingu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir eftir hvert erindi. Vegna gildandi takmarkana og reglna um fjölda, nálægðarmörk og grímunotkun er hestaáhugafólk því hvatt til að fylgjast með streymi en einungis 50 manns geta setið ráðstefnuna og eru það einungis boðsgestir vegna viðurkenninga.
Lesa meira

Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi en í ár voru tvö bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.
Lesa meira

Fundur skandinavískra jarðræktarráðgjafa

Nú í morgun var haldinn fundur á Teams þar sem ráðgjafar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð deildu reynslu sinni og áskorunum þegar kemur að gróffóðurframleiðslu. Við hjá RML vorum að taka þátt í fyrsta skiptið, Danmörk í annað skiptið en hin þrjú löndin hafa verið í þessu samstarfi um nokkurt skeið.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður hlýtur hvatningarviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk hvatningarviðurkenningu ársins 2021 á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem haldinn var í Hörpu í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir formaður dómnefndar afhentu viðurkenninguna.
Lesa meira

Prentun vorbóka 2022

Vorbækur 2022, frá þeim skýrsluhöldurum sem hafa gengið frá uppgjöri vegna ársins 2021, munu fara í prentun í vikunni 22. – 26. nóvember. Vorbækur verða aftur prentaðar um miðjan desember en síðan ekki fyrr en í janúar. Þeir skýrsluhaldarar sem vilja fá gula vorbók fyrir jól eru því hvattir til að skila skýrsluhaldinu á tilsettum tíma fyrir 12. desember nk.
Lesa meira

Börkur og Fálki verðlaunahrútar sæðingastöðvanna árið 2020

Á undanförnum árum hafa sæðingastöðvarnar verðlaunað ræktendur þeirra stöðvahrúta sem skarað hafa hvað mest fram úr sem kynbótagripir. Má því segja að þessar viðurkenningar séu æðstu verðlaun sem veitt eru hér á landi vegna sauðfjárkynbóta. Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa árlega útnefnt hrútana, samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um.
Lesa meira

Hrútaskrá vetrarins 2021-22 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 21. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira