Fréttir

Hollaröð á yfirliti - aukamiðssumarssýning á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning á aukasýningu á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 13.08. og hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð fyrir Sörlastaði og Gaddstaðaflatir

Hollaröð fyrir kynbótasýningarnar á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu hafa verið birtar. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 16. ágúst kl. 9:30 á Sörlastöðum en þar eru einungis 22 hross skráð til sýningar. Þeirri sýningu lýkur með yfirlitssýningu þriðjudaginn 17. ágúst. Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 16. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu 20. ágúst. Alls eru 119 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 493 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 118 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.307,6 árskúa á búunum 489 var 6.359 kg eða 6.394 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Staða á geymslurými búfjáráburðar á kúabúum

Þessa dagana vinnur RML að verkefni sem snýr að því að fá yfirlit yfir stöðu geymslurýma og meðhöndlunar búfjáráburðar á kúabúum. Verkefnið er unnið fyrir stjórnvöld en það er einnig vilji búgreinarinnar að fá upplýsingar um hvort og þá hvaða tækifæri kunna að vera fólgin í bættri nýtingu búfjáráburðar og í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hauggeymslum.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal 16.-19.ágúst

Dómar hefjast stundvíslega kl.12:00 mánudaginn 16.ágúst og fer yfirlitssýning fram fimmtudaginn 19.ágúst. Til dóms eru skráð 88 hross sem skiptast í 8 holl. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega og viljum við ítreka fyrir þeim og eigendur að huga að sóttvarnarreglum sem eru í gildi og gæta vel að persónulegum sóttvörnum.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - Hafnafjörður 16.-17. ágúst, Hella 16.-20. ágúst

Ákveðið hefur verið að sýning verði í Hafnarfirði mánudaginn 16. ágúst þrátt fyrir fáar skráningar. Sýning á Hellu verður hefbundin og dæmt 16.-20. ágúst.
Lesa meira

Umsóknarfrestur er 15. ágúst vegna jarðræktarsstyrkja í garðyrkju

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í Jörð.is sem byggir á hnitsettu túnkorti af þeim ræktunarspildum sem sótt er um styrk fyrir. Lögð er áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar ofl. í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Lesa meira

Uppfærð hollaröðun fyrir auka-miðsumarssýninguna IV Gaddstaðaflötum 11.-13. ágúst

Uppfærð hollaröðun fyrir auka-miðsumarssýninguna á Gaddstaðaflötum 11.-13.ágúst er nú tilbúin.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord Rossiter av Høystad NO62302 sem var undan þýska Angus-nautinu Donaumoos King Rossiter C182-ET DE0985921182. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.net auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Auka-Miðsumarssýning/Miðsumarssýning IV

Fyrirhugað er að bjóða þeim knöpum/hrossum sem ekki tókst að þjónusta á Miðsumarssýningu III á Hellu (25.-29. júlí) til sérstakrar auka-miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum dagana 11. til 13. ágúst (mið.-fös.); að því gefnu að kynbótasýningahald þessara daga gangi ekki gegn fyrirmælum stjórnvalda/almannavarna.
Lesa meira