Fréttir

Hlé á miðsumarssýningu á Hellu vegna Covid smita

Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum, verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum föstudag 23. júlí - Hollaröðun

Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 23. júlí og hefst kl. 8:00 Alls mættu 123 hross til dóms og 111 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 17:20 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 22. júli - Hollaröðun á miðsumarssýningu

Yfirlitssýning fer fram á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 22. júlí og hefst kl. 9:00 Alls mættu 44 hross til dóms og 37 hross mæta á yfirlitssýninguna. Áætluð lok eru um kl. 12:00 Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar Hellu seinni vika

Þá er hollaröðun fyrir miðsumarssýningu Hellu seinni vikuna þetta sumarið klár og mun sýningin hefjast sunnudaginn 25.júlí og yfirlitssýning mun fara fram föstudaginn 30.júlí.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM
Lesa meira

Miðsumarssýningar 2021 - Hollaraðir

Nú á næstu vikum fara fram þrjár miðsumarssýningar. Tvær sýningar fara fram í vikunni 19.-23.júlí, ein á Gaddstaðaflötum og ein á Hólum og svo mun önnur sýning fara fram á Gaddstaðaflötum vikuna 25.-30.júlí.
Lesa meira

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands - Hollaröðun

Landssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi fer fram laugardaginn 10. júlí og hefst kl. 10:30
Lesa meira

DNA sýnataka samhliða sauðfjárdómum

Pöntunarformið fyrir lambaskoðanir býður nú upp á, að samhliða sauðfjárdómunum er hægt að panta DNA sýnatöku. Þessi sýni verða send til greiningar hjá Matís. Fyrst og fremst er hér verið að horfa til arfgerðagreininga m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af sýnum fari í greiningu í lok september. Niðurstöður þeirra sýna ættu að liggja fyrir um miðjan október þannig að nýta megi upplýsingarnar við ásetningsvalið.
Lesa meira

Lambadómar - haustið 2021

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 16. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021 - Hollaröðun 9. júlí

Þá er fordómum lokið á kynbótahrossum á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi. Alls mættu 52 hross til dóms sem lauk fyrr í dag. Yfirlitssýning fer fram á aðalvellinum á morgun föstudag 9.júlí og hefst kl. 11:00 á 7 vetra og eldri hryssum.
Lesa meira