Fréttir

Tvær miðsumarssýningar falla niður - ónóg þátttaka

Vegna ónógrar þátttöku þá falla tvær miðsumarssýningar niður. Það er sýning sem vera átti á Fljótsdalshéraði 15.-16. júlí og sýning I á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 12.-16. júlí. Bætt hefur verið við degi á Hellusýningu III á Gaddstaðaflötum og bætist þar við sunnudagurinn 25. júlí. Hollaröðun fyrir sýningu II á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 19.-23. júlí kemur inn á heimasíðuna í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 12. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi - Dagskrá kynbótahrossa

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi dagana 7.-11.júlí. Mótið hefst með reiðdómi á fjögurra vetra hryssum kl 10:00 þann 7. júlí. Kynbótahrossin sem eru skráð til leiks eru 62.
Lesa meira

Miðsumarssýningar -Minnum á síðasta skráningardag 2. júlí.

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 2. júlí á miðsumarssýningar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Gerð er undantekning á þessu fyrir sýninguna á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði en þar verða að nást 15 skráningar svo sýning verði haldin.
Lesa meira

Átta ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og ákvað að setja átta ný naut í notkun sem reynd naut. Þetta eru Álmur 16007 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Kletti 08030 og Lenu 522 Glæðisdóttur 02001, Skírnir 16018 frá Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi undan Gusti 09003 og Mánu 384 Síríusdóttur 02032, Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgársveit undan Keip 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003, Dalur 16025 frá Dalbæ í Flóa undan Bamba 08049 og Aðalbjörgu 510 Aðalsdóttur 02039,
Lesa meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Samningur var undirritaður fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi

Nú styttist í að Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi hefjist og hefur undirbúningur á kynbótahrossum gengið vel. Vel var mætt á kynbótasýningar vorsins og komu mörg frábær hross til dóms. Alls hafa 68 hross staðfest komu sína á Fjórðungsmót og verður gaman að fylgjast með þeim.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa 2021

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa verður haldið dagana 7.-11.júlí í Borgarnesi. Sýningarskrá fyrir fjórðungsmót og landssýningu er hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Sörlastöðum 18. júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Hefðbundin röð flokka og áætluð lok um kl. 16:30.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum 18. júní

Yfirlitssýning þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Vegna þátttöku knapa í Reykjavíkurmeistaramóti er yfirlitið að þessu sinni ekki samkvæmt hefðbundinni aldursflokkaröð. Áætluð lok eru um kl. 14:00
Lesa meira