Fréttir

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2021

Þá er ekki seinna vænna að taka ákvörðun um hverju á að sá þetta vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu ólíkra yrkja þó þau tilheyri sömu tegundinni.
Lesa meira

Jörfi 13011 verðlaunaður

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna Covid-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum, viðurkenninguna. Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist.
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson ráðunautur RML verður við DNA-sýnatökur hrossa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum ef vill, þriðjudaginn 27. apríl. Þeir sem vilja nýta sér þetta hafi samband við Pétur með því að senda póst á netfangið petur@rml.is eða hringja í farsíma 862-9322
Lesa meira

Lean í sauðburðinum

Sauðburður er einn mesti álagstími á sauðfjárbúum. Vinnudagar eru langir, verkin mörg og oftar en ekki bætast við aukahendur. „LEAN management“ eða straumlínustjórnun á íslensku, er vel þekkt um allan heim í stjórnun. Færri tengja LEAN aðferðafræðina við landbúnað en aðferðafræðin hefur þó verið aðlöguð að landbúnaði með góðum árangri.
Lesa meira

Hrossaræktarárið 2020

Samantektin fjallar um tölulega upplýsingar hrossaræktarársins 2020, helstu breytingar á dómsskalanum og áhrif þeirra á niðurstöður. Þá er farið stuttlega yfir síðustu breytingar í kynbótamatinu og áhrif þeirra á matið.
Lesa meira

Þrjú ný ungnaut fædd 2019

Þá eru komnar upplýsingar um þrjú síðustu nautin úr 2019 árgangnum á nautaskra.net. Þetta eru þeir Samson 12060 frá Egilsstöðum á Völlum undan Stera 13057 og Dorrit 12019 Baldadóttur 06010, Binni 12064 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Bakkusi 12001 og Blesu 847 Bárðardóttur 13027 og Bússi 12066 frá Búvöllum í Aðaldal undan Stera 13057 og Mjólká 845 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Á garðabandinu – fræðslufundur fyrir sauðfjárbændur

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetrardag) verður boðið til fræðslufundar á Teams um eitt og annað sem tengist sauðburði. Fundurinn hefst kl 13:30. Árni B. Bragason mun fara yfir niðurstöður könnunar sem um 300 sauðfjárbú tóku þátt í nú í mars og hefur vinnuheitið, Fleiri lömb til nytja. Sigríður Ólafsdóttir kynnir hugmyndir að verkferlum á sauðburði fyrir einstök bú. Í framhaldinu er ætlunin að bjóða bændum aðstoð við gerð verkferla á sauðburði, sem byggja á forsendum hvers og eins.
Lesa meira

Sprotinn – jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim 7 árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars

Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,7 en árskýrnar voru að meðaltali 22,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.428,8 kg. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 504 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.655,6 árskúa á fyrrnefndum 504 búum var 6.376 kg eða 6.423 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 504 var 48,9.
Lesa meira

Flatgryfjur - Hönnun og verklag

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni um flatgryfjur, hönnun þeirra, vinnubrögð við heyskap og frágang gryfju eftir hirðingu. Tekið var mið af íslenskum aðstæðum og tóku 17 bú þátt í verkefninu.
Lesa meira