Fréttir

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Samningur var undirritaður fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi

Nú styttist í að Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi hefjist og hefur undirbúningur á kynbótahrossum gengið vel. Vel var mætt á kynbótasýningar vorsins og komu mörg frábær hross til dóms. Alls hafa 68 hross staðfest komu sína á Fjórðungsmót og verður gaman að fylgjast með þeim.
Lesa meira

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa 2021

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa verður haldið dagana 7.-11.júlí í Borgarnesi. Sýningarskrá fyrir fjórðungsmót og landssýningu er hér að neðan.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Sörlastöðum 18. júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Hefðbundin röð flokka og áætluð lok um kl. 16:30.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum 18. júní

Yfirlitssýning þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 18. júní og hefst kl. 8:00 Vegna þátttöku knapa í Reykjavíkurmeistaramóti er yfirlitið að þessu sinni ekki samkvæmt hefðbundinni aldursflokkaröð. Áætluð lok eru um kl. 14:00
Lesa meira

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Hólum 18. júní

Yfirlitssýningin byrjar stundvíslega kl. 8:00 Alls mættu 104 hross til dóms, 94 hross mættu í fullnaðardóm og margar frábærar sýningar. Áætlað er að yfirliti ljúki milli kl. 16-17.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú fer vonandi að styttast í slátt hjá bændum. Heyefnagreiningar eru gífurlega mikilvæg bústjórnartæki og má einfalda sér heysýnatökuna með að skipuleggja hana samhliða vinnu við heyskap. Þannig má taka til hliðar rúllur sem á að taka sýni úr svo ekki þurfi að leita að þeim í rúllustæðunni þegar sýnatakan fer fram, með tilheyrandi klifri um rúllustæðuna sem m.a skapar hættu á að gata rúllurnar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 14. júní. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 116 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Samningur um verkefnið "Betri gögn, bætt afkoma"

Þann 11. júní var undirritaður samningur um verkefnið „Betri gögn, bætt afkoma“ milli Atvinnuvega- og nýskpöpunarráðuneytis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landssamtaka sauðfjárbænda. Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021 og er þungamiðja aðgerðar um sértæka vinnu vegna sauðfjárræktarinnar. 
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.
Lesa meira