Fréttir

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.
Lesa meira

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossaræktendur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum. Breyting verður á þessu frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 01. mars 2022. Í heimaréttinni í WorldFeng er hægt að grunnskrá folöld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá leiðbeiningar hér í texta). Hryssur þurfa að hafa staðfest fang til að sá möguleiki sé í boði.
Lesa meira

Kynbótadómar munu fara fram þann 17. júní

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að dæma fimmtudaginn 17. júní á Gaddstaðflötum, Sörlastöðum og á Hólum, ef áhugi reynist fyrir hendi. Þeir tímar sem bætast við með þessu móti eru hugsaðir fyrir þá sem ekki náðu að skrá áður en sýningar fylltust.
Lesa meira

Kynbótasýningar sem falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Sörlastöðum vikuna 31. maí til 4. júní og í Borgarnesi vikuna 7. til 11. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Aðlögun að lífrænum framleiðsluþáttum - fyrirlestur

Fyrirlestur Helga Jóhannesssonar um aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum er nú aðgengilegur á Youtube. Fyrirlesturinn er unninn fyrir Samband garðyrkjubænda og er ætlaður garðyrkjubændum og öðrum áhugasömum um ræktun grænmetis.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 21. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 21. maí á sýningar vorsins. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Það er þegar orðið fullbókað á allar sýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal vikuna 14. til 18. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Kynbótasýning í Spretti í Kópavogi fellur niður

Kynbótasýning sem vera átti í næstu viku í Spretti í Kópavogi fellur niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 7 hross voru skráð á sýninguna. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessari sýningu og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda t-póst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 14. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 14. maí á sýninguna í Spretti sem á hefjast 25. maí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum

Nýverið birtist grein eftir Egil Gautason, Önnu Schöherz og Bernt Guldbrandsen í tímaritinu Animal Science þar sem gerð er grein fyrir rannsókn á skyldleikarækt og þróun hennar í íslenska kúastofninum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta sögulega skyldleikarækt, og þróun í skyldleikarækt á síðari árum. Í rannsókninni var notast við yfir 8000 arfgerðir af íslenskum kúm til að meta sögulega skyldleikarækt og þróun í skyldleikarækt. Að auki voru samsætutengsl í erfðamenginu metin og kannað var hvort ummerki fyndust um úrval í erfðamenginu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira