Fréttir

Síðsumarssýningar - Hafnafjörður 16.-17. ágúst, Hella 16.-20. ágúst

Ákveðið hefur verið að sýning verði í Hafnarfirði mánudaginn 16. ágúst þrátt fyrir fáar skráningar. Sýning á Hellu verður hefbundin og dæmt 16.-20. ágúst.
Lesa meira

Umsóknarfrestur er 15. ágúst vegna jarðræktarsstyrkja í garðyrkju

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í Jörð.is sem byggir á hnitsettu túnkorti af þeim ræktunarspildum sem sótt er um styrk fyrir. Lögð er áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar ofl. í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Lesa meira

Uppfærð hollaröðun fyrir auka-miðsumarssýninguna IV Gaddstaðaflötum 11.-13. ágúst

Uppfærð hollaröðun fyrir auka-miðsumarssýninguna á Gaddstaðaflötum 11.-13.ágúst er nú tilbúin.
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Angus-nautunum Erpi og Eðli hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Erpi-ET 20402 og Eðli-ET 20403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Erpur-ET 20402 og Eðall-ET 20403 eru báðir undan Emil av Lillebakken NO74028. Móðurfaðir Erps er Junior av Nordstu NO74060 sem var undan ástralska Angus-nautinu AUHKFE27 Paringa Ore E27 en móðurfaðir Eðals er Lord Rossiter av Høystad NO62302 sem var undan þýska Angus-nautinu Donaumoos King Rossiter C182-ET DE0985921182. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.net auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira

Auka-Miðsumarssýning/Miðsumarssýning IV

Fyrirhugað er að bjóða þeim knöpum/hrossum sem ekki tókst að þjónusta á Miðsumarssýningu III á Hellu (25.-29. júlí) til sérstakrar auka-miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum dagana 11. til 13. ágúst (mið.-fös.); að því gefnu að kynbótasýningahald þessara daga gangi ekki gegn fyrirmælum stjórnvalda/almannavarna.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - Minnum á síðasta skráningardag 9. ágúst

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á síðsumarssýningar til miðnættis mánudaginn 9. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 29. júlí kl. 14.00 - Hollaröðun

Yfirlitssýning breyttrar seinni viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 29. júlí og hefst stundvíslega kl. 14:00. Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð yfirlits. Áætluð lok um kl. 17:15-17:30
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 vaknaði sú hugmynd að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð til þeirra lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Þá var þegar í gangi verkefni sem tengdist rekstri á kúabúum auk verkefnis tengt afkomuvöktun á sauðfjárbúum og því eðlilegt og nauðsynlegt að skoða einnig stöðu nautakjötsframleiðenda.
Lesa meira

Uppfærð frétt vegna yfirlits á Gaddstaðaflötum fimmtudaginn 29. júlí - yfirlit hefst kl. 14.00

Þar sem margir sýnendur eru að fara í Covid 19 sýnatöku í dag þá hefur verið ákveðið að yfirlitssýningin hefjist kl. 14.00 fimmtudaginn 29. júlí til að gefa fólki tíma til að bíða eftir niðurstöðum.
Lesa meira

Tilkynning vegna kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu sem stöðvuð var 27.júlí vegna gruns um Covid smit

Ákveðið hefur verið að hætta öllum ​forskoðunardómum á miðsumarssýningu á Hellu III. Yfirlitssýning fyrir þau hross sem hafa hlotið dóm á Hellu III verður haldin á morgun, fimmtudaginn 29 júlí og hefst hún klukkan 14:00.
Lesa meira