Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

Hvísli 16-868
Hvísli 16-868

BLUP kynbótamat fyrir mjólkurlagni sauðfjár hefur verið uppfært og er nú aðgengilegt notendum í Fjárvís skýrsluhaldskerfinu.

Efstu hrútar landsins sem áttu fleiri en 10 dætur í haustuppgjöri 2021 eru eftirfarandi:

- Kóði 18-488 frá Núpi 2, Fljótshlíð. Faðir Lási 13-985. Einkunn 122. Haustuppgjör 2021, 10 dætur 6,4 afurðastig að jafnaði.

- Gráði 16-489 frá Kirkjubæ, Hróarstungu. Faðir Kornelíus 10-945. Einkunn 121. Haustuppgjör 2021, 14 dætur 5,9 afurðastig að jafnaði.

- Hvísli 16-868 frá Gunnarsstöðum, Þistilfirði. (Er á sæðingastöð). Faðir Hrísli 10-045. Einkunn 120. Haustuppgjör 2021, 37 dætur, 5,3 afurðastig að jafnaði.

- Þráinn 18-462 frá Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi. Faðir Axi 12-434. Einkunn 120. Haustuppgjör 2021, 12 dætur 5,6 afurðastig að jafnaði.

- Lási 13-985 frá Leifsstöðum, Öxarfirði. Faðir Hvítur 10-786. Einkunn 118. Haustuppgjör 2021, 371 dóttir, 5,5 afurðastig að jafnaði.

- Lykill 18-143 frá Hala, Suðursveit. Faðir Lási 13-985. Einkunn 117. Haustuppgjör 2021, 17 dætur 5,5 afurðastig að jafnaði.

- Spaði 18-334 frá Álftavatni, Staðarsveit. Faðir Klettur 13-962. Einkunn 117. Haustuppgjör 2021, 15 dætur 5,4 afurðastig að jafnaði.