Fréttir

Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

BLUP kynbótamat fyrir mjólkurlagni sauðfjár hefur verið uppfært og er nú aðgengilegt notendum í Fjárvís skýrsluhaldskerfinu.
Lesa meira

Þrjár ARR kindur bætast í hópinn á Þernunesi

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi. Þrjár ær bættust nú í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina. Eru því alls 9 kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð. Tvær af þeim ám sem nú greindust eru hyrndar og eru þær því fyrstu hyrndu kindurnar sem finnast með ARR hér á landi. Allar eru þær arfblendnar fyrir arfgerðinni.
Lesa meira

Staðan í sýnatökum – átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum

Átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum er nú í fullum gangi. Fyrsta sending með sýnum er nú á leið til greiningar í Þýskalandi. Í þeirri sendingu eru sýni úr um 2.700 kindum. Aðalega eru þetta sýni úr kindum í Tröllaskagahólfi og Skagahólfi. Fyrstu niðurstöður eru væntanlegar eftir 2 til 3 vikur. Munu bændur fá tilkynningu í tölvupósti þegar þær verða komnar.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Ívar Ragnarsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðgjafi á Rekstrar- og umhverfissviði og er í 100% starfi. Starfsstöð hans er í Reykjavík. Við bjóðum Ívar velkominn til starfa hjá RML.
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni hins 11. febrúar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 487 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.433,0 árskúa á búunum 487 reyndist 6.345 kg eða 6.379 kg OLM
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Rekstur og afkoma íslenskra kúabúa

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2017-2020. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 123 kúabúa af landinu öllu. Heildarmjólkurframleiðsla þátttökubúanna var um 27-29% af heildarinnleggi mjólkur á landsvísu. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Átaksverkefni – hvenær kemur sýnatökubúnaðurinn?

Nú er allt í fullum gangi við að undirbúa útsendingu á sýnatökubúnaði vegna átaksverkefnisins sem gengur út á að arfgerðagreina sauðfé m.t.t. hversu næmt það er fyrir riðusmiti og leita að verndandi arfgerðum.
Lesa meira

Hvaðan kemur ARR arfgerðin?

Í kjölfar þess að hin verndandi arfgerð príonpróteinsins (ARR) fannst í kindum á Þernunesi við Reyðarfjörð bárust böndin að Kambi í Reykhólasveit. Tengingin við Kamb er í gegnum kindina Njálu sem er frá Kambi og er formóðir allra sex gripanna sem báru ARR í Þernunesi og þar af móðir tveggja þeirra. Á Kambi voru tekin 45 sýni og var þar reynt að velja einstaklinga sem höfðu sem mestan skyldleika við Njálu.
Lesa meira