Fréttir

Fundur skandinavískra jarðræktarráðgjafa

Nú í morgun var haldinn fundur á Teams þar sem ráðgjafar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð deildu reynslu sinni og áskorunum þegar kemur að gróffóðurframleiðslu. Við hjá RML vorum að taka þátt í fyrsta skiptið, Danmörk í annað skiptið en hin þrjú löndin hafa verið í þessu samstarfi um nokkurt skeið.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður hlýtur hvatningarviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk hvatningarviðurkenningu ársins 2021 á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem haldinn var í Hörpu í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir formaður dómnefndar afhentu viðurkenninguna.
Lesa meira

Prentun vorbóka 2022

Vorbækur 2022, frá þeim skýrsluhöldurum sem hafa gengið frá uppgjöri vegna ársins 2021, munu fara í prentun í vikunni 22. – 26. nóvember. Vorbækur verða aftur prentaðar um miðjan desember en síðan ekki fyrr en í janúar. Þeir skýrsluhaldarar sem vilja fá gula vorbók fyrir jól eru því hvattir til að skila skýrsluhaldinu á tilsettum tíma fyrir 12. desember nk.
Lesa meira

Börkur og Fálki verðlaunahrútar sæðingastöðvanna árið 2020

Á undanförnum árum hafa sæðingastöðvarnar verðlaunað ræktendur þeirra stöðvahrúta sem skarað hafa hvað mest fram úr sem kynbótagripir. Má því segja að þessar viðurkenningar séu æðstu verðlaun sem veitt eru hér á landi vegna sauðfjárkynbóta. Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa árlega útnefnt hrútana, samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um.
Lesa meira

Hrútaskrá vetrarins 2021-22 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 21. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

Nýr kynbótamatsútreikningur í WorldFeng

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 465.461 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 34.499 kynbótadómar og skiptist eftir löndum:
Lesa meira

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 499 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 121 bús þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.798,2 árskúa á búunum 499 reyndist 6.362 kg eða 6.478 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Haustskýrslur

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk.  Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur. Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.
Lesa meira