Nýting á lífrænum úrgangi við ræktun - Kynningarfundir á tímabilinu 29. mars til 12. apríl
10.03.2022
|
Það er orðið áhyggjuefni hjá mörgum að áburðarverð er á hraðri uppleið og það sér ekki fyrir endann á verðhækkunum. Brýnt er að finna nýjar leiðir til að nýta sem best næringarefni og þá sérstaklega þau sem til falla í landinu. Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi - hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélagslegur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á úrgangi og að jafnaði er ávinningurinn lítill.
Lesa meira