Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú hafa verið birt meðaltöl úr heyefnagreiningum frá árinu 2021 hér á heimasíðu RML en um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML, sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum, og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. Samtals er um að ræða niðurstöður úr 1.118 sýnum af 1. slætti, 315 sýnum úr 2. slætti, 76 grænfóðursýnum og 64 rýgresissýnum.
Að meðaltali eru hey ársins 2021 frekar þurr en nokkurn mun má sjá milli landshluta. Munar allt að 9%-stigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 %) og öðrum landshlutum (51,1-58,7%). Þá er prótein í fyrri slætti á Suðurlandi að meðaltali örlítið lægra og leysanleiki próteins hærri en í öðrum landshlutum. Meltanleiki fyrri sláttar 2021 er sæmilegur og rétt um viðmið fyrir kúahey eða 76% og aðeins hærra í seinni slætti eða 78%, sem telst góður meltanleiki. Orkuinnihald heyjanna 2021 er aðeins yfir viðmiði (6,3-6,5 MJ/kg þe.).
Í samanburði við árið 2020 þá er próteininnihald í fyrri slætti 2021 almennt aðeins lægra í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og orkugildið lægra í öllum landshlutum í heyjunum 2021. Meltanleiki er lægri í heyjunum frá sumrinu 2021 (76% og 78%) en í heyjunum frá 2020 (78% og 80%). Allt getur þetta haft þau áhrif að með heyjunum frá 2021 sé meiri þörf fyrir orkuríkt kjarnfóður til að tryggja orkuþörf hámjólka kúa.
Sjá nánar: