Fréttir

Metár í útflutningi hrossa árið 2021

Árið 2021 voru flutt út alls 3341 hross.  Metár frá því 1996 var slegið en þá fóru alls 2841 hross í útflutning.   Af þessum 3341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1426 geldingur og 1554 hryssur.  845 hross fóru í útflutning með A-vottun.  A-vottun fær hross þegar bæði hrossið og foreldrar þess eru erfðagreind með DNA greiningu og sönnun um ætterni liggur því fyrir.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 498 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.845,6 árskúa á búunum 498 reyndist 6.369 kg eða 6.488 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Mælingar hrossa - Myndband

Öll hross sem koma til kynbótadóms eru mæld í aðdraganda byggingardóms, alls 13 mælingar með hófamálum, auk þess sem litið er eftir almennu heilbrigði og holdafar kvarðað. Mælingarnar geta undirbyggt og stutt dómsorð og einkunnir fyrir einstaka þætti byggingar auk þess sem staðlaðar mælingar ár frá ári eru mikilvægar heimildir um þróun í stofninum og dýrmæt gögn til rannsókna- og þróunarstarfs.
Lesa meira

Íslensk hestanöfn, nafnareglur og WorldFengur

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um störf starfshóps um hestanöfn á íslenskum fréttamiðlum og einstakar ákvarðanir hans. Til að gefa hestamönnum meiri innsýn inn í störf nafnahópsins og þýðingu fyrir markaðsetningu íslenska hestsins langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat í sauðfjárrækt

Reiknað hefur verið nýtt BLUP kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba. Uppfært mat er nú aðgengilegt inn í Fjárvís.is. Gögnin sem voru forsenda útreikning var staða gagnagrunns þann 29. október sl. Efstu tíu hrútar landsins fyrir skrokkgæði sem eiga upplýsingar fyrir fleiri en 30 sláturlömb og eru skráðir lifandi í gagnagrunn eru þessir:
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Hrútaskrá – Netkynning

Þar sem engir „hrútafundir“ verða haldnir í ár var ákveðið að leika sama leikinn og í fyrra. Það er að birta á netinu kynningu á hrútunum þar sem ráðunautar fara yfir hrútaskránna í léttu spjalli. Það eru þeir Eyþór Einarsson, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Lárus G. Birgisson sem fara hér yfir hrútakost sæðngastöðvanna 2021 til 2022.
Lesa meira

Hryssur og hestar með verðlaun fyrir afkvæmi 2021

Alls hlutu 8 hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs.    Hérna fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.
Lesa meira

Hrossaræktin 2021 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 28 nóvember og byrjar klukkan 13:00. Ráðstefnunni verður streymt og sér Alendis um þá útsendingu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir eftir hvert erindi. Vegna gildandi takmarkana og reglna um fjölda, nálægðarmörk og grímunotkun er hestaáhugafólk því hvatt til að fylgjast með streymi en einungis 50 manns geta setið ráðstefnuna og eru það einungis boðsgestir vegna viðurkenninga.
Lesa meira

Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi en í ár voru tvö bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.
Lesa meira