Fréttir

Skráningar á kynningarfundi um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun

Við viljum minna á röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum næstu daga. Fundirnir voru auglýstir í Bændablaðinu þann 10. mars sl. sem og hér á heimasíðu RML. Fundirnir verða haldnir víða um landið dagana 29. mars – 12. apríl nk.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga 2021

Nú hafa verið birt meðaltöl úr heyefnagreiningum frá árinu 2021 hér á heimasíðu RML en um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML, sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum, og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. Samtals er um að ræða niðurstöður úr 1.118 sýnum af 1. slætti, 315 sýnum úr 2. slætti, 76 grænfóðursýnum og 64 rýgresissýnum. Að meðaltali eru hey ársins 2021 frekar þurr en nokkurn mun má sjá milli landshluta. Munar allt að 9%-stigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 %) og öðrum landshlutum (51,1-58,7%). Þá er prótein í fyrri slætti á Suðurlandi að meðaltali örlítið lægra og leysanleiki próteins hærri en í öðrum landshlutum.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt - opið fyrir umsóknir til 31. mars

RML minnir nautgripabændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við nautgriparækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt gildandi reglugerð um velferð nautgripa. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
Lesa meira

Skýrsluhald - hrossarækt

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2021. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum – fyrstu niðurstöður

Komnar eru niðurstöður fyrir þau sýni sem send voru af stað til greiningar 15. febrúar en þá fór fyrsta sendingin út til Þýskalands. Í þessum pakka eru niðurstöður fyrir 2.625 kindur frá 27 bæjum. Þessi bú eru flest í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu – þ.e. á upphafssvæði riðuveiki.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022: Fyrsti fundur á morgun, þriðjudaginn 15. mars

Við minnum á að fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Að þessu sinni verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars kl. 12.00. Til umfjöllunar á þeim fundi verður innleiðing nýrra lífsýnamerkja í nautgriparækt. Hlekk inn á fundinn er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í febrúar

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 482 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.114,2 árskúa á búunum 482 reyndist 6.350 kg eða 6.364 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Sýnabox komin í dreifingu til bænda

Á næstu dögum verður sýnaboxum dreift með mjólkurbílunum til allra mjólkurframleiðenda á landinu. Um er að ræða glært box sem mælst er til að fest verði upp í mjólkurhúsinu á aðgengilegum stað fyrir mjólkurbílstjórana. Í boxin á síðan að setja DNA-sýnaglös eftir töku sýna og mjólkurbílstjórar safna þeim síðan jafnharðan.
Lesa meira

Síðasti skiladagur umsókna um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt er 15. mars

RML minnir sauðfjárbændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira