Fréttir

Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Þórdís Þórarinsdóttir fer yfir nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu. Þetta er eitthvað sem enginn áhugamaður um nautgriparækt lætur fram hjá sér fara. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Guðrún Björg Egilsdóttir fjalla um áhrif umhverfis á útskilnað niturs á kúamjólk.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar – tveir dagar með spennandi dagskrá

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, LBHÍ og RML mun halda fræðslu og umræðufundi miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl. Fundur með erlendum sérfræðingum um riðurannsóknir á netinu 6. apríl. Þann 6. apríl verður eingöngu um netviðburð að ræða. Þar munu vísindamenn frá fjórum löndum fræða okkur um rannsóknir á riðuveiki. Þessir vísindamenn eru allir á einhvern hátt tengdir alþjóðlegri rannsókn er varðar útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé. Karólína í Hvammshlíð mun túlka mál þeirra á íslensku. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og mun standa í rúmlega 2 tíma. Tengill á fundinn verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær að lokinni keyrslu á nýju kynbótamati. Ákveðið var að setja fjögur naut fædd árið 2017 í notkun sem reynd naut og eru það jafnframt fyrstu reyndu nautin úr þeim árgangi. Þetta eru Kopar 07014 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Bláma 07058 og Búvísri 555 Baldadóttur 06010, Flýtir 17016 frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum undan Gusti 09003 og Rjóð 524 dóttur Starra 0455 Spottasonar 01028, Stæll 17022 frá Hnjúki í Vatnsdal undan Bolta 09021 og Gjólu 356 Vindilsdóttur 05028 og Jötunn 17026 frá Hvanneyri í Andakíl undan Úlla 10089 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút. Hrútur þessi er frá bænum Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd við Eyjafjörð. Þar reka þau Snorri Snorrason og Brynja Lúðvíksdóttir myndar fjárbú en þau hafa u.þ.b. 350 kindur á vetrarfóðrum. Það er hrúturinn Austri 20-623 sem skartar þessari arfgerð en hann er hvítur að lit og hyrndur. Austri er hinn álitlegasti kynbótagripur og var sá hrútur búsins sem átti hvað öflugasta sláturlambahópinn sl. haust á búinu.
Lesa meira

Stefnumót - Um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Miðvikudaginn 30. mars bjóða Bændasamtökin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bændum og öllum hagaðilum í landbúnaði til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Stofnanirnar sem að viðburðinum standa munu flytja stutt erindi og svo opnum við á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.
Lesa meira

Fundir um nýtingu á lífrænum úrgangi við ræktun hefjast í vikunni

Í þessari viku hefst röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum.
Lesa meira

Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Runólfur Sigursveinsson fer yfir rekstrarafkomu nautgriparæktarinnar 2017-2020 og horfur þessa árs og næsta. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu
Lesa meira

Frestur til að sækja um starf ráðunautar í jarðrækt hjá RML framlengdur til 30. mars

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um starf forritara hjá RML framlengdur til 30. mars

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir forritara sem gæti sinnt fjölbreyttum þróunar- og hugbúnaðarverkefnum í landbúnaði.
Lesa meira

Viltu taka fleiri sýni í vor? – Arfgerðargreiningar Sauðfé

Átaksverkefnið í arfgerðargreiningum á príongeninu í kindum (riðuarfgerðargreiningum) er í fullum gangi. Búið er að úthluta 25.000 sýnahylkjum í gegnum verkefnið en til stendur að panta meira af hylkjum. Þeir sem sem vilja þá nýta sér að taka fleiri sýni í vor, annaðhvort úr fullorðnum kindum eða lömbum á sauðburði, þyrftu að tryggja sér sýnatökuefni í tíma. Næsta pöntun á sýnatökuefni verður gerð í byrjun apríl. Bændur þyrftu því að panta hér á vefnum í síðasta lagi 3. apríl til að tryggja sér sýnatökuefni í tíma, sem væri þá vonandi komið fyrir páska.
Lesa meira