Fréttir

Betri nýting áburðar - betri afkoma

Nú liggur fyrir að mikil hækkun er á áburðarverði milli ára. Kaup á tilbúnum áburði hafa verið stærsti einstaki kostnaðarliðurinn á sauðfjárbúum og sá næststærsti á kúabúum og því verður þessi hækkun mjög íþyngjandi fyrir rekstur þessara búa sem og annarra sem þurfa að heyja í bústofninn. Ekki er víst að öll bú geti brugðist við með því að minnka áburðarkaup sem neinu nemur án þess að uppskera af heyi dragist saman. Í einhverjum tilvikum er það þó sennilega hægt og verða hér nefnd nokkur atriði sem velta má fyrir sér í því sambandi.
Lesa meira

Móttaka pantana hafin í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu

Hér á heimasíðunni er búið að opna fyrir pantanir í átaksverkefni í arfgerðagreiningum á sauðfé. Hér á vefnum og í næsta Bændablaði verður haldið áfram að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið sem gengur út á að skoða í 6 sæti á príongeninu (sæti: 136, 137, 138, 151, 154 og 171). Í þessum pistli er að finna leiðbeiningar um hvað menn ættu að hafa í huga þegar þátttaka er undirbúin og ákvörðun tekin um hvaða gripi eigi að taka sýni úr og úr hversu mörgum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2022 - sýningaráætlun

Sýningaráætlun fyrir kynbótasýningar árið 2022 hefur verið birt á heimasíður RML. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar sem alltaf geta orðið. Við horfum bjartsýn fram á veginn og reiknum með góðri þátttöku og vonum að sýningarvikurnar nýtist sem best. Það er nokkuð ljóst að mikil eftirvænting ríkir meðal hestamanna fyrir landsmóti á Gaddstaðaflötum dagana 3. til 10. júlí. Opnað verður á skráningar um mánaðamótin apríl/maí en það verður kynnt frekar þegar nær dregur.
Lesa meira

Verndandi arfgerðin ARR fundin

Straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki – Fundin er hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé. Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri.
Lesa meira

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki. RML, Keldur, Karólína í Hvammshlíð og hópur ótrúlega áhugasamra erlendra vísindamanna hafa komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll þessi vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni.
Lesa meira

Dagatal RML 2022

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Dagatalið inniheldur upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Dagatalið var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð og er það von okkar að það komi að góðum notum.
Lesa meira

Viðar vinsælastur

Sauðfjársæðingarnar þennan veturinn gengu ágætlega fyrir sig. Veðurguðirnir voru okkur að mestu leyti hliðhollir og dreifing sæðis gekk því vel. Að þessu sinni hafði sæðingastöðin í Þorleifskoti vinninginn í vinsældum. Útsendir skammtar þaðan voru 19.880.
Lesa meira

Tafir á sýnatöku vegna erfðamengisúrvals

Í haust kynntum við að fyrirhugað væri að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt nú um áramótin. Því miður verða tafir á þeirri fyrirætlan þar sem unnið er að uppfærslu búnaðar í Noregi til þess að geta framleitt viðkomandi merki fyrir Ísland. Vonast er til þess að framleiðsla geti hafist fyrir lok febrúar.
Lesa meira

Breytingar á verðskrá RML 2022

Frá og með 1. janúar 2022 munu notendagjöld skýrsluhaldsforrita hækka. Einnig munu lægsta þrep flokks í fjárvís 1-10 gripir og lægsta þrep í jörð  0-12,99 ha. verða tekin af og tvö þrep verða því í stað þriggja í báðum forritum. Þetta er gert til að samræma  verðskrá við önnur forrit s.s. Huppu þar sem engin þrepaskipting er.  Kostnaður vegna reksturs forrita er nánast sá sami óháð fjölda búfjár/ha á bak við hvern notenda
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofu

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. 27. - 30. des. Síminn 5165000 er opinn samkvæmt venju 27.-30 desember og hægt er að senda okkur tölvupóst á rml (hjá)rml.is Opnum aftur á nýju ári mánudaginn 3. janúar 2022. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira