Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fréttir af sýnatökum og greiningum
Algeng spurning þessa dagana er – „hvenær má ég eiga von á niðurstöðum“? Þetta er eðlileg spurning þar sem að sjálfsögðu eru allir spenntir fyrir því að vita hvað hefur komið út úr arfgerðargreiningunum sem nú eru í fullum gangi í gegnum átaksverkefni RML. Staðan er þannig að búið er að greina 5.883 sýni (inni í þessari tölu eru ekki þau sýni sem greind hafa verið í gegnum rannsóknarverkefnin sem voru undanfarar átaksverkefnisins) en þegar hefur verið dreift til bænda rúmlega 25.000 hylkjum til sýnatöku. Af þessum 25.000 hylkjum er þó búið að taka yfir 18.000 sýni sem ýmist eru farin út til greiningar eða fara með næstu ferð.
Niðurstöður eru komnar fyrir þrjá fyrstu pakkana sem fóru út. Næst er von á niðurstöðum um og upp úr 20. apríl en það eru sýni sem bændur skiluðu inn í lok febrúar og byrjun mars og fóru út til Þýskalands 9. mars. Greiningarnar ganga heldur hægar en gert var ráð fyrir en verið er að skoða hvort og hvernig megi hraða þessari greiningarvinnu.
Upphaflega var auglýst að miðað væri við að sýnin hefðu skilað sér inn til RML 1. maí. Þetta er aðeins breytt, enda sumir sem hafa hugsað sér að taka sýni úr lömbum sem fæðast í vor. Gert er ráð fyrir að síðasta sending, eftir vorið, fari út í lok maí og því best að miða við að skila öllu inn til RML fyrir 20. maí.
Þá eru einhverjir að bíða eftir því að fá meira af hylkjum (sýnatökuefni) en lagerinn hjá RML er tómur eins og er. Gert er ráð fyrir að hylkin sem pöntuð voru í byrjun apríl komi 20. apríl, eða þar um bil, og þá hægt að koma þeim í umferð í framhaldinu. Þá verður líka til einhver umfram lager, ef einhverjir vilja bæta við sig og fá hylki fyrir vorið.
/agg