Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar á Selfossi, 25.-29.júlí

Ein miðsumarssýning mun fara fram vikuna 25.-29.júlí á Selfossi. Á Selfossi eru 112 hross skrá til dóms og munu dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 25.júlí og ljúka með yfirlitssýningu föstudaginn 29.júlí. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt sé að halda tímasetningum sem best.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2022

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 18. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar föstudaginn 15. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 13. júlí

Síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er næstkomandi miðvikudagur 13. júlí. Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Yfirlit stóðhesta á Landsmóti 2022

Á morgun fimmtudaginn 7.júlí fer fram yfirlitssýning stóðhesta á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hefst það stundvíslega kl. 8:00 á flokki 4 vetra stóðhesta. Dagskrá 8:00 - Yfirlit 4 vetra stóðhesta Hlé 9:40 - Yfirlit 5 vetra stóðhesta Matarhlé 11:40 - Yfirlit 6 vetra stóðhesta Hlé 13:20 - Yfirlit 7 vetra og eldri stóðhesta Áætluð lok kl. 14:25.
Lesa meira

Yfirlitssýning hryssna á Landsmóti 2022

Á morgun miðvikudaginn 6.júlí fer fram yfirlitssýning hryssna á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Dagskrá 08:30 - Yfirlit 7v og eldri hryssna Hlé 10:00 - Yfirlit 6 vetra hryssna Matarhlé 13:00 - Yfirlit 5 vetra hryssna Hlé 16:15 - Yfirlit 4 vetra hryssna
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Landsmóti 2022

Nú er röðun kynbótahrossa á Landsmóti orðin klár og eru 176 hross skráð til leiks að þessu sinni. Eins og fram hefur komið munu dómar hefjast sunnudaginn 3.júlí kl. 08:00 á fordóm 4v hryssna. Fordómum líkur á þriðjudagskvöldið 5.júlí og yfirlit hryssna mun fara fram miðvikudaginn 6.júlí og yfirlit stóðhesta fimmtudaginn 7.júlí.
Lesa meira

Verðmæti í lífrænum úrgangi - Gerjunaraðferðin bokashi

Prófuð var ný aðferð við meðhöndlun á lífrænum úrgangi frá kúabúinu og byggðarkjarnanum á Hvanneyri, sem felur í sér stýrða, loftfyrrta gerjun (bokashi). Verkefnið var unnið með styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins ásamt framlagi þáttakenda: RML, LbhÍ og Hvanneyrarbúsins. Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum.
Lesa meira