Fréttir

Síðsumarssýning Fljótsdalshéraði 22 og 23. ágúst

Til að verða við óskum Austfirðinga hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Fljótsdalshéraði þann 22. ágúst sem lýkur með yfirlitssýningu 23. ágúst. Til að sýning verði haldin verða að nást að lágmarki 15 skráningar. Skráning er þegar hafin og er lokaskráningardagur föstudagurinn 12. ágúst.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 5. ágúst.

Síðasti skráningardagur á síðsumarssumarssýningar er næstkomandi föstudagur 5. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 29.júlí

Yfirlitssýning miðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 29.júlí Þá er hollaröðun klár og eins og fram kom í frétt fyrr í dag hefst hún stundvíslega kl. 08:00 á hryssum 7 vetra og eldri. Hollaröðun má sjá hér að neðan :
Lesa meira

Yfirlit á Selfossi

Yfirlitssýning Miðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 29. júlí og hefst kl. 8:00. Hefðbundin röð flokka. Hollaröð verður birt hér svo fljótt sem kostur er, seint í kvöld, en allir reiðdómar úrhellisdagsins 27. júlí verða keyrðir fram eftir kvöldi fimmtudags
Lesa meira

Birting arfgerðagreininga á næmi fyrir riðusmiti í Fjárvís.is

Nú er búið að lesa inn í Fjárvís niðurstöður úr riðuarfgerðagreiningum fyrir allar kindur sem búið er að greina og hægt var að lesa niðurstöður inn fyrirhafnarlaust. Enn eiga eftir að koma upplýsingar úr sýnum sem þurft hefur að endurgreina og öllum sýnum sem fóru í greiningu eftir 20. maí. Hægt er að sjá niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum en til frekari upplýsinga hefur verið sett upp litakerfi sem sem lýsir á einfaldan hátt næmi fyrir riðusmiti og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi gripi í ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar á Selfossi, 25.-29.júlí

Ein miðsumarssýning mun fara fram vikuna 25.-29.júlí á Selfossi. Á Selfossi eru 112 hross skrá til dóms og munu dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 25.júlí og ljúka með yfirlitssýningu föstudaginn 29.júlí. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt sé að halda tímasetningum sem best.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2022

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 18. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar föstudaginn 15. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 13. júlí

Síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er næstkomandi miðvikudagur 13. júlí. Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira