Fréttir

Vorsýningar kynbótahrossa - síðasti skráningardagur er í dag

Lokað verður fyrir skráningar á allar sýningar vorsins á miðnætti í kvöld. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu okkar. Einnig er að finna hér á síðunni leiðbeiningar um skráningarkerfið ásamt ýmsu öðru er við kemur hrossarækt, m.a. Vegvísi við kynbótadóma 2022. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru enn laus pláss þegar þetta er ritað.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði nýja stjórn RML á fundi sínum þann 3. maí síðastliðinn. Stjórnarformaður er Björn Halldórsson bóndi í Engihlíð og er það í fyrsta skipti frá stofnun RML sem stjórnarformaður er ekki framkvæmdastjóri BÍ.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 23. - 25. maí

Hollaröð fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 23. maí kl. 9:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 35 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á miðvikudagsmorgun 25. maí. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Að lokum er rétt að minna á að lokaskráningadagur á allar sýningar vorsins er næstkomandi föstudagur 20. maí.
Lesa meira

Af greiningu sýna – Átaksverkefni í arfgerðargreiningum

Hér koma nokkrir punktar varðandi stöðu á sýnatökum og greiningum sýna í gegnum átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á príonpróteini sauðfjár:
Lesa meira

Upptökur af kynningum um nýtingu á lífrænum efnum

Upptökur af kynningum sem voru haldnar dagana 29. mars til 12. apríl víðsvegar um landið um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun má nú finna á í gegnum tengla hér að neðan. Haldnir voru fundir víðsvegar um landið og sköpuðust góðar umræður. Á fundunum fjallaði ráðunauturinn Cornelis um ýmsar leiðir sem hægt er að nýta til að auka verðmæti lífræns efnis til fellur hjá einstaklingum, á býlum og í sveitarfélögum. Auk þessu skiptu jarðræktarráðunautarnir Eiríkur, Snorri og Þórey á milli sín fundarstöðum og vorum með erindi um notkun á lífrænu efni til áburðargjafar sem og til jarðvegsbóta.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 11. maí. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 475 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.941,7 árskúa á búunum 475 reiknaðist 6.349 kg eða 6.337 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Kynbótasýningar - skráningar og staða mála

Skráningar á kynbótasýningar gengu vel í dag. Þegar þetta er skrifað er búið að skrá rúmlegar 1.000 hross á þær 12 sýningar sem eru í boði. Fjórar sýningar eru þegar fullar en það eru þessar sýningarnar:
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar - nýjustu fréttir

Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 11.maí kl:10:00 Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar. Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.
Lesa meira

Galli og Glæpon reynast gallagripir

Tvær vondar fréttir koma hér af sæðingastöðvahrútum. Annars vegar hefur það komið í ljós þegar sæðingahrúturinn Galli 20-875 frá Hesti var endurgreindur (þar sem skoða átti fleiri sæti á príongeninu en 136 og 154) að hann reynist arfblendinn fyrir áhættuarfgerð (V136). Því virðist vera að einhvers staðar í ferlinu, hvort sem það er við sýnatöku, merkingar eða greiningu – hafa orðið þessi mjög svo leiðu mistök og hann tekinn á sæðingastöð á röngum forsendum. Því má búast við að helmingur afkvæma Galla sem nú eru að fæðast vítt og breytt um landið beri áhættuarfgerð. Því er mikilvægt að þau afkvæmi Galla sem koma til álita næsta haust sem ásetningslömb séu arfgerðargreind þannig að áhættuarfgerðin sé ekki framræktuð.
Lesa meira

Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.
Lesa meira