Fréttir

„Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 18. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlímánuði

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í júlí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru laust eftir hádegið þann 11. ágúst.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 15. ágúst kl. 8:00. Alls eru 125 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 19. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímalega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hólum 2022

Síðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal fer fram dagana 16.-18.ágúst. Skráð eru 71 hross til dóms og hefst sýningin stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 16.ágúst og yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 18.ágúst.
Lesa meira

Sigurður Max Jónsson kominn til starfa

Sigurður Max Jónsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Starfsstöð Sigurðar er á Egilsstöðum, beinn sími hjá honum er 516 5089 og netfangið hans er siggimax@rml.is. Við bjóðum Sigurð velkominn til starfa. Á starfsstöðinni á Egilsstöðum starfa auk Sigurðar, Guðfinna Harpa Árnadóttir á búfjárræktar- og þjónustusviði og Anna Lóa Sveinsdóttir á rekstrar- og umhverfissviði.
Lesa meira

Jarðræktarstyrkir í garðyrkju og álagsgreiðsla

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta notið jarðræktarstyrkja í garðyrkju ásamt sérstakri álagsgreiðslu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir.
Lesa meira

Heysýnatakan er framundan

Að vanda býður RML upp á heysýnatöku og er hægt að panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).
Lesa meira

Síðsumarssýning á Sörlastöðum fellur niður

Kynbótasýning sem vera átti á Sörlastöðum vikuna 15. til 19. ágúst fellur niður þar sem einungis 17 hross voru skráð. Haft verður samband við eigendur hrossanna og þeim boðið pláss á síðsumarssýningunni á Gaddstaðaflötum þessa sömu viku eða að fá sýningargjaldið endurgreitt.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir frjósemi

Senn líður að því að kynbótamat fyrir frjósemi sauðfjár verði reiknað og teknar inn upplýsingar um frjósemi frá því í vor.
Lesa meira

Dreifing sæðis úr Angus-nautunum Jóakim og Jenna hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Jóakim 21403 og Jenna 21405 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Jóakim 21403 og Jenni 21405, eru báðir undan Jens av Grani NO74061. Móðurfaðir Jóakims er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Jenna er Horgen Erie NO74029.
Lesa meira