Fréttir

Á slóðum Hróa Hattar (fyrri hluti)

Í nóvember síðastliðnum sóttu sex ráðunautar RML sauðfjárræktarráðstefnu í Bretlandi. Ráðstefnan nefnist Sheep Breeders Round Table eða hringborð sauðfjárræktenda og koma þar saman ráðunautar, dýralæknar, vísindafólk og sauðfjárbændur og fara yfir þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Í tengslum við þá ráðstefnu, sem sagt verður frá síðar, gafst tækifæri til að heimsækja bændur um miðbik Englands, nálægt Skírisskógi sem er Íslendingum kunnur sem heimkynni Hróa Hattar og einnig höfuðstöðvar British wool í Bradford.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Lesa meira

Ný naut að koma í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað að taka fimm ný naut til notkunar en úr notkun fara 10 naut. Þannig verða naut í notkun samtals 17 næstu vikurnar. Ný naut í notkun verða Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum (f. Skalli 11023), Bússi 19066 frá Búvöllum í Aðaldal (f. Steri 13057), Bersi 20004 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi (f. Hálfmáni 13022), Hengill 20014 frá Klauf í Eyjafirði (f. Ýmir 13051) og Kaldi 21020 frá Hraunhálsi í Helgafellssveit (f. Risi 15014). Áfram er unnið samkvæmt þeirri reglu að dreifa faðerni nautanna eins og kostur er.
Lesa meira

Fróði og Gimsteinn vinsælastir

Heildarfjöldi sæðingaskammta sem sauðfjársæðingastöðvarnar sendu út á nýliðinni sæðingavertíð voru u.þ.b. 33.800 skammtar. Mest var sent út af sæði úr hrútnum Fróða 18-880 frá Bjargi í Miðfirði. Skammt á hæla honum kemur svo „ARR hrúturinn“ Gimsteinn 21-899 frá Þernunesi.
Lesa meira

Bleik 995 á Gautsstöðum rýfur 100 þús. kg múrinn

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Nú hafa þau tíðindi orðið að önnur kýr náði að rjúfa 100 þús. kg múrinn og er þar með ein fárra íslenskra kúa til að gera slíkt. Hér er um að ræða Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð en hún hafði nú um áramótin mjólkað 100.097 kg mjólkur. Við mælingu 31. desember s.l. var Bleik í 19,9 kg dagsnyt þannig að hún hefur að öllum líkindum mjólkað sínu 100 þúsundasta kg mjólkur á þriðja í jólum eða þar um bil.
Lesa meira

Gullbrá 357 á Hóli á Upsaströnd komin yfir 100 þús. kg mjólkur

Við áramót setjast menn gjarnan niður, líta yfir farinn veg og vega og meta árangur og annað sem gerst hefur á árinu. Nú á haustdögum gerðist það að ein íslensk mjólkurkýr bættist í hóp þeirra fáu hérlendu kúa sem náð hafa 100 þús. kg mjólkur í æviafurðir. Á það er ekki dregin nein dul að þetta er gríðarmikið afrek hjá kú af nautgripakyni þar sem meðalnyt er rúmlega 6.000 kg á ári en það tæki meðalkúna um 16 ár að ná slíkum afurðum. Hér er um að ræða Gullbrá 357 á búi Þorleifs Kristins Karlssonar á Hóli á Upsaströnd en hún stóð um mánaðamótin nóv./des. 2022 í 101.841 kg mjólkur.
Lesa meira

Rekstrarverkefni kúabúa

Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021. Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt.
Lesa meira

Fundið fé - Rafrænir bæklingar

Nýlega lauk vinnu við þróunarverkefnið „Fundið fé“ sem unnið var af RML með stuðningi Matvælasjóðs um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Einn liður í afurðum verkefnisins var gerð rafrænna bæklinga um einstakar sviðsmyndir verkefnisins.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum milli jóla og nýárs þ.e. 27.-30. desember en síminn er opinn samkvæmt venju 27. -30. desember og hægt að senda okkur tölvupóst á rml(hjá)rml.is Við opnum svo á nýju ári mánudaginn 2. janúar 2023. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Alþjóðlegt rannsóknarverkefni tengt riðuveiki hlýtur styrk

Fyrir skemmstu kom í ljós að stórt Evrópuverkefni tengt rannsóknum á riðu með áherslu á riðuveiki á Íslandi hlaut veglegan styrk úr sjóðum Evrópusambandsins eða 190 miljónir. Aðilar að verkefninu eru rannsóknarstofur í Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.
Lesa meira