Fréttir

Vefkerfi BÍ/RML liggja niðri 9. nóv vegna tilfærslu á vefþjónum

Á morgun miðvikudag, 9. nóvember milli kl. 13 og 15 verða vefkerfi Bændasamtaka Íslands/RML ekki aðgengileg vegna tilfærslu á vefþjónum. Þetta á við um Bændatorg, Fjárvís, Heiðrúnu, Huppu og Jörð. Einnig á þetta við um Snata sem er vefkerfi SFÍ. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Lesa meira

Upptaka af fræðslufundi um erfðamengisúrval

Fyrir þá sem ekki komust á fræðslufundinn um erfðamengisúrval eða vilja endurtaka leikinn er tilbúin upptaka af fundinum sem menn geta horft á í góðu tómi. Á fundinum fór Þórdís Þórarinsdóttir yfir hvað erfðamengisúrval er og hvernig það hefur verið innleitt hérlendis. Guðmundur Jóhannesson fór yfir framkvæmd erfðamengisúrvals með tilliti til vals nautsmæðra, nautkálfa og hvernig þetta gjörbreytir framkvæmd kynbótastarfsins.
Lesa meira

Fræðslufundur um erfðamengisúrval

RML stendur fyrir fræðslufundi um nýtt erfðamengisúrval og erfðamat mánudaginn 7. nóv. n.k. kl. 13.00. Fundurinn verður á Teams, sjá hlekk neðar. Á fundinum mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um og skýra hvað erfðamengisúrval og erfðamat er auk þess að skýra hvað þessi stóra breyting þýðir varðandi erfðaframframfarir. Guðmundur Jóhannesson fer yfir þær breytingar sem verða á kynbótaskipulaginu, hvernig staðið verður að vali nauta og nautsmæðra og framkvæmd ræktunarstarfsins með nýju skipulagi.
Lesa meira

Skráning á stóðhestaskýrslum og fangvottorðum

Nú eru væntanlega flestir stóðhestar komnir í frí og hryssurnar komnar til síns heima. Það er því rétti tíminn núna að ganga frá skráningum á fangi. Skráning á fangi er eitt af því sem þarf að vera skráð í WF til að hryssueigendur geti skráð folöldin sem fæðast á næsta ári. Eins og þegar hefur verið kynnt, er í dag innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa (sjá verðskrá RML).
Lesa meira

Starfsdagar RML 1.-3. nóvember - Takmörkuð viðvera á starfsstöðvum

Starfsdagar RML verða haldnir dagana 1.-3. nóvember í Hveragerði. Starfsdagar eru yfirleitt haldnir 1x á ári í byrjun vetrar. Síðustu starfsdagar RML voru í nóvember 2019 en hafa fallið niður sökum Covid 19 síðustu 2 ár. Vegna starfsdagana verður takmörkuð viðvera á flestum starfsstöðum. Síminn er þó opinn á hefðbundnum tíma. Við bendum líka á netfangið okkar rml@rml.is ef koma þarf skilaboðum á framfæri og jafnframt eru netföng starfsmanna á heimasíðunni.
Lesa meira

Ungir kynbótafræðingar ljúka námi

Á þessari stundu fer fram doktorsvörn Egils Gautasonar við Háskólann í Árósum en verkefni hans ber titilinn Erfðafræðilegt val og skyldleikastjórnun í litlum mjólkurkúastofni (e. Genomic selection and inbreeding management in a small dairy cattle population). Egill Gautason rannsakaði tengsl íslenskra nautgripa við önnur kyn, skyldleikaræktun í íslenskum nautgripum, lagði mat á kosti þess að nota erfðafræðilegar upplýsingar við val (svokallað erfðafræðilegt val) og bar saman aðferðir til að stjórna skyldleikaræktun í ræktunaráætluninni í sínu doktorsnámi.
Lesa meira

Flutningur á netkerfi dkBúbót - kerfið mun liggja niðri frá hádegi 2. nóvember og fram eftir degi

Vegna vinnu við flutninga á netkerfi fyrir dkBúbót þarf að endurræsa/slökkva á netkerfinu og því mun kerfið liggja niðri tímabundið. Vinnan við flutningana mun eiga sér stað miðvikudaginn 2. Nóvember frá kl. 12.00 og eitthvað fram eftir degi. Notendum er bent á að senda tölvupóst á dkvakt@rml.is ef nauðsyn ber til. Látum vita um leið og kerfið er orðið virkt að nýju.
Lesa meira

Fyrstu keyrslu á erfðamati lokið – erfðamengisúrval tekur við

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun og segja má að um sérstakan hátíðafund hafi verið að ræða. Til umfjöllunar voru niðurstöður fyrstu keyrslu á erfðamati sem Þórdís Þórarinsdóttir hefur haft veg og vanda af með dyggri aðstoð Egils Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Þessi stóri áfangi markar tímamót í íslenskri nautgriparækt þar sem nú tekur við erfðamengisúrval með tilheyrandi umbyltingu á því kynbótaskipulagi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. Hér er án efa um að ræða eitt stærsta, ef ekki stærsta, framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskri búfjárrækt. Við nálgumst nú lokahnykkinn í ferli sem hófst fyrir um fimm árum síðan og talið var óhugsandi fyrir áratug.
Lesa meira

Sláturupplýsingar og dómagögn vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum. Því eru allir þeir sem luma á óskráðum dómagögnum hvattir til að skrá alla dóma inn í kerfið sem fyrst. Jafnframt eru bændur beðnir að staðfesta allar sláturppslýsingar til að tryggja að þau gögn séu sem réttust.
Lesa meira

Flutningur á netkerfi - truflanir á sambandi - þriðjudaginn 18. október

Vegna vinnu við flutninga á netkerfi RML þarf að endurræsa/slökkva á netkerfinu og því geta orðið truflanir á ýmsum hugbúnaði og kerfum sem RML og BÍ halda úti. Vinnan við flutningana mun eiga sér stað á morgun 18. október kl 12:15 og mun vinnan standa yfir í allt að korter eða frá kl. 12:15-12:30. Mikilvægt er að þeir sem eru að vinna við kerfin visti allt niður sem verið er að vinna í fyrir kl. 12:15 og skrá sig út úr kerfunum. Kl. 12:30 ætti að vera óhætt að skrá sig inn á kerfin að nýju.
Lesa meira