Fréttir

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar - DNA sýnataka sauðfjár haustið 2022

Opnað hefur verið fyrir pantanir vegna DNA sýnatöku úr sauðfé fyrir haustið 2022. Hægt er að panta hér í gegnum vef rml (sjá slóð hér neðst á síðunni). Meðfylgjandi er hagnýtar upplýsingar varðandi framkvæmd sýnatöku í haust. Til að markmið um snögga afgreiðslu á greiningum náist er mikilvægt að bændur panti með fyrirvara og skili síðan inn sýnum sem fyrst. Þeir sem panta til og með 25. ágúst verða í forgangi með að komast að í greiningu, ef þörf verður á því að forgangsraða. Einnig verður tekið tillit til þess í hvaða röð bændur hafa pantað, ef á þarf að halda við forgangsröðun.
Lesa meira

Spildudagur LbhÍ og RML á Hvanneyri á föstudaginn

Landbúnaðarháskólinn og RML efna til „Spildudags“ á Hvanneyri föstudaginn 19. ágúst. Gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, vornepju og eftirsóttum fjölærum grastegundum. Mæting er við Ásgarð, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri klukkan 13:00. Þar á eftir verður Jarðræktarmiðstöð LbhÍ heimsótt þar sem sérfræðingar LbhÍ og RML munu kynna ýmiss jarðræktartengd verkefni frá klukkan 14:00. Auk þess verða tæki og tól Jarðræktarmiðstöðvarinnar til sýnis. Kaffi og með því í boði.
Lesa meira

Sýningarhald á Hellu miðvikudaginn 17.8 fellur niður annað sýningarhald óbreytt - Gul veðurviðvörun

Vegna gulrar veðurviðvörunar munum við fresta sýningu á Gaddstaðaflögum við Hellu, miðvikudaginn 17.ágúst og öll þau hross sem eiga tíma þá færast þá yfir á mánudaginn 22. ágúst.  Að öðru leyti mun sýningin halda áfram samkvæmt áætlun á fimmtudaginn 18.ágúst og þau hross sem skráð eru á fimmtudaginn verða sýnd á fimmtudaginn. Yfirlitssýning verður á föstudaginn eins og áætlað var fyrir hross sem koma til dóms í þessari viku.  Hrossin sem áttu sýningartíma á morgun miðvikudag 17.ágúst munu fá sýningartíma á mánudaginn 22.ágúst og yfirlitssýning verður fyrir þau hross þriðjudaginn 23.ágúst. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/sudurland
Lesa meira

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Fljótsdalshéraði fer fram dagana 22. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 22. ágúst kl. 8:00. Alls eru 17 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á þriðjudeginum 23. ágúst. Sýnendur eru beðnir um að mæta tímalega þar sem öll hross verða mæld af dómurum áður en dómar hefjast.
Lesa meira

„Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 18. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlímánuði

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í júlí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru laust eftir hádegið þann 11. ágúst.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum - Röðun hrossa

Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 15. ágúst kl. 8:00. Alls eru 125 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 19. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímalega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Hólum 2022

Síðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal fer fram dagana 16.-18.ágúst. Skráð eru 71 hross til dóms og hefst sýningin stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 16.ágúst og yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 18.ágúst.
Lesa meira

Sigurður Max Jónsson kominn til starfa

Sigurður Max Jónsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Starfsstöð Sigurðar er á Egilsstöðum, beinn sími hjá honum er 516 5089 og netfangið hans er siggimax@rml.is. Við bjóðum Sigurð velkominn til starfa. Á starfsstöðinni á Egilsstöðum starfa auk Sigurðar, Guðfinna Harpa Árnadóttir á búfjárræktar- og þjónustusviði og Anna Lóa Sveinsdóttir á rekstrar- og umhverfissviði.
Lesa meira