Fréttir

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Fimmtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2022

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 36 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár.
Lesa meira

Nautaskrá vetrarins 2022-23 að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2022-23 mun koma úr prentun nú á næstu dögum og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar frá eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um endurbætta heildareinkunn fyrir spena og nýtt og endurbætt kynbótamat fyrir endingu. Þá er einnig að finna í skránni greinar um upphaf erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum eftir Guðmund Jóhannesson og Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, hvatningargrein frá Frjótæknafélaginu, lokakafla skýrslu um leiðir til hagræðingar varðandi fóðurkostnað kúabænda eftir ráðunauta RML og bréf frá bændum efir þau Laufeyju og Þröst á Stakkhamri á Snæfellsnesi.
Lesa meira

Hádegisfundir RML um áburðarmál hefjast 22. nóvember.

Haldnir verða fræðslu- og umræðufundir um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum. Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni.
Lesa meira

Hrútafundir á næstu vikum

RML og búnaðarsamböndin verða nú á næstu vikum með sameiginlega "hrútafundi" aftur eftir Covid hlé. Markmið þessara funda er að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í tvö ár.
Lesa meira

Hrútaskráin 2022-23 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2022-23 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku og verður m.a. dreift á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.653,0 árskúa á búunum 484 var 6.300 kg. eða 6.457 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Vinna við endurbætur á vorbókum stendur nú fyrir dyrum. Þar er meðal annars markmiðið að koma til móts við óskir um breytingar sem hafa komið og að koma meiri upplýsingum í bækurnar s.s. um niðurstöður riðuarfgerðagreininga. Vegna þessa verða vorbækur almennt ekki sendar út nú strax eftir haustbókaskil líkt og vaninn hefur verið, heldur verða þær sendar út snemma á næsta ári þegar ný útgáfa hefur litið dagsins ljós.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í sauðfjárrækt

Nýtt kynbótamat fyrir alla eiginleika hefur nú verið lesið inn í Fjárvís. Til viðbótar við hefðbundar uppfærslur á mati fyrir skrokkgæði sem hafa verið unnar á þessum árstíma, hefur einnig verið keyrt uppfært mat fyrir frjósemi og mjólkurlagni með þeim upplýsingum sem bæst hafa við frá síðustu keyrslu í ágúst.
Lesa meira

Haustskýrslur 2022 - leiðbeiningar um skil

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk.  Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur. Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.
Lesa meira