16.11.2022
|
Guðmundur Jóhannesson
Nautaskrá fyrir veturinn 2022-23 mun koma úr prentun nú á næstu dögum og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar frá eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um endurbætta heildareinkunn fyrir spena og nýtt og endurbætt kynbótamat fyrir endingu. Þá er einnig að finna í skránni greinar um upphaf erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum eftir Guðmund Jóhannesson og Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, hvatningargrein frá Frjótæknafélaginu, lokakafla skýrslu um leiðir til hagræðingar varðandi fóðurkostnað kúabænda eftir ráðunauta RML og bréf frá bændum efir þau Laufeyju og Þröst á Stakkhamri á Snæfellsnesi.
Lesa meira